lau 26. nóvember 2022 16:40
Aksentije Milisic
Ásgeir Marteins skoraði í fyrsta leik með Aftureldingu
Mynd: EPA

Afturelding og Njarðvík mættust í æfingaleik í dag en leiknum lauk með 4-3 sigri Aftureldingar.

Liðin munu mætast næsta sumar í Lengjudeildinni en Njarðvík vann 2. deildina með yfirburðum á síðasta tímabili.


Ásgeir Marteinsson, sem kom til liðsins frá HK á dögunum, kom Aftureldingu á bragðið með marki eftir gott skot en hann var þarna að spila sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu.

Ásgeir skrifaði undir tveggja ára samning við Mosfellinga eða út tímabilið 2024.

Í síðari hálfleiknum skoruðu þeir Hrafn Guðmundsson, Patrekur Orri Guðjónsson og Enes Þór Enesson Cogic mörk Aftureldingar en hinn 16 ára gamli Enes skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark.

Magnús Magnússon gerði tvennu fyrir Njarðvík í leiknum og Eiður Orri Ragnarsson skoraði eitt.

Afturelding á annan æfingaleik á föstudaginn kemur en þá mætir liðið Haukum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner