Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Dan og Sæunn framlengja við Hauka
Kristófer Dan
Kristófer Dan
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þau Kristófer Dan Þórðarson og Sæunn Björnsdóttir framlengdu á dögunum samninga sína við Hauka. Karlalið félagsins spilar í 2. deild og kvennaliðið í Lengjudeildinni.

Kristófer, sem er fæddur árið 2000, á að baki 56 leiki fyrir meistaraflokk karla og hefur hann skorað 18 mörk.

„Kristófer sleit krossband á síðasta tímabili en með dugnaði hefur endurhæfingin gengið vel," segir í tilkynningu Hauka.

Nýr samningur Sæunnar gildir til 31. desember 2023. Sæunn mun þó ekki spila með Haukum á komandi sumri heldur mun hún spila með á láni hjá Þrótti R. í efstu deild kvenna.

Þá var tilkynnt að Þorsteinn Ómar Ágústsson, sem fæddur er árið 2006, hefði skrifað undir sinn fyrsta samning við félagið.

Hann hefur á síðustu misserum verið valinn í æfingahópa með yngri landsliðum og er efnilegur markvörður.

Athugasemdir
banner
banner
banner