Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Antonio viðurkennir að hann gæti farið á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Michail Antonio, 32 ára sóknarmaður West Ham, viðurkenndi í hlaðvarpsþætti í gær að hann gæti yfirgefið Hamrana fyrir lok janúargluggans.


Antonio, sem hefur verið leikmaður West Ham síðan 2015, hefur verið orðaður við skipti til Chelsea og Wolves í glugganum.

„Ef ég á að segja alveg eins og er þá hefur ekkert verið útilokað og það er eina sem ég get sagt um málið. Það eru viðræður í gangi og fyrir mitt leyti þá er ég ekki mikið að velta mér upp úr þessu," sagði Antonio í Footballer's Football Podcast.

Antonio er markahæsti leikmaður í úrvalsdeildarsögu West Ham og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er mikilvægur hlekkur í liði Hamranna sem stendur en verður 33 ára í mars. Félagið er sagt vera reiðubúið til að selja Antonio en ekki lána hann.

„Ég hef notið mín í botn hjá félaginu og það yrði mjög sárt að kveðja. Ég elska félagið og stuðningsmennirnir munu alltaf eiga sér stað í hjartanu mínu. Fótbolti er fótbolti og hvað sem gerist, gerist. Ég er ekki að kveðja stuðningsmenn, ég er bara að segja að það er möguleiki að ég fari. Leikmenn koma og fara og ég bjóst aldrei við að vera hérna í átta og hálft ár þegar ég skrifaði undir hjá West Ham."

Hamrarnir eru búnir að fá sóknarmanninn Danny Ings til sín í janúar til að veita Antonio samkeppni en Gianluca Scamacca er eini sóknarmaðurinn í hóp þar fyrir utan. Jarrod Bowen getur einnig leikið í fremstu víglínu en er hægri kantmaður að upplagi.

Hamrarnir eru óvænt í fallbaráttu eftir fyrri hluta úrvalsdeildartímabilsins með 18 stig eftir 20 umferðir. Þeira eiga næst leik við Derby County í fjórðu umferð enska bikarsins á mánduagskvöldið 30. janúar, rúmum sólarhringi fyrir gluggalok.

Antonio hefur skorað fimm mörk og gefið fjórar stoðsendingar í 26 leikjum það sem af er tímabils en á síðustu leiktíð skoraði hann 13 og lagði upp 11 sinnum í 47 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner