Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 28. nóvember 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar að gera tilboð í Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga
Powerade
Douglas Luiz er vinsæll.
Douglas Luiz er vinsæll.
Mynd: EPA
Guehi er efstur á óskalista Man Utd fyrir janúar.
Guehi er efstur á óskalista Man Utd fyrir janúar.
Mynd: Heimasíða Crystal Palace
Steve Cooper.
Steve Cooper.
Mynd: EPA
Luiz, Partey, Werner, Silva, Chalobah, Guehi, Camarda, Greenwood. Það er af ýmsu að taka í slúðurpakka dagsins í boði Powerade. BBC tók saman.

Arsenal hyggst gera janúartilboð í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (25) hjá Aston Villa. Framtíð Ganverjans Thomas Partey (30) er í óvissu. (ESPN)

Juventus íhugar að kaupa Partey en það gæti hjálpað til að við fjármagna tilboð Arsenal í Luiz. (Mirror)

Manchester City og Liverpool hafa einnig áhuga á Luiz. (90 min)

Unai Emery stjóri Aston Villa segir að félagið hafi ekki í hyggju að selja Luiz. (Standard)

Manchester United hefur sent fyrirspurn varðandi þýska sóknarmanninn Timo Werner (27) hjá RB Leipzig og gæti gert janúartilboð. (Sky Sports Þýskalandi)

Chelsea ætlar ekki að fá inn nýjan mann nema félagið losi annan. Nokkrir leikmenn gætu farið til að rýma fyrir nýjum leikmannakaupum. (Telegraph)

Meðal leikmanna Chelsea sem gætu farið er varnarmaðurinn brasilíski Thiago Silva (39) en samningur hans rennur út næsta sumar. Einnig gæti enski varnarmaðurinn Trevoh Chalobah (24) farið. (Standard)

Manchester United hefur sett enska varnarmanninn Marc Guehi (23) hjá Crystal Palace efstan á óskalista sinn fyrir janúar. (Football Insider)

Manchester City og Arsenal hafa áhuga á ungstirninu Francesco Camarda (15) hjá AC Milan. Ítalski sóknarmaðurinn lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi. (Tuttosport)

Tottenham og Arsenal vilja fá mexíkóska sóknarmanninn Santiago Gimenez (22) frá Feyenoord. (L'Equipe)

Njósnarar frá enskum úrvalsdeildarfélögum hafa verið að fylgjast með enska sóknarmanninum Mason Greenwood (22) hjá Getafe. (AS)

Newcastle gæti gert lánstilboð í franska sóknarmanninn Hugo Ekitike (21) hjá Paris St-Germain í janúar. (Caught Offside)

Manchester City og Arsenal hafa sent njósnara til að fylgjast með danska miðjumanninum Tristan Aldcroft Panduro (15) hjá FC Kaupmannahöfn. (Mail)

Enski vængmaðurinn Jacob Murphy (28) hjá Newcastle er á óskalistum Crystal Palace og Nottingham Forest. (Football Insider)

Crystal Palace horfir til Steve Cooper stjóra Nottingham Forest sem möguleika til að taka við af Roy Hodgson. (Times)

Barcelona vill halda úrúgvæska varnarmanninum Ronald Araujo (24) en Bayern München hefur áhuga á honum. (Sky Sports Þýskalandi)

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands mun væntanlega ræða við Kobbie Mainoo (18) miðjumann Manchester United og reyna að sannfæra hann um að spila fyrir England frekar en Gana. (Star)
Athugasemdir
banner
banner