Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 28. nóvember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabio Vieira frá fram á næsta ár
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði á fréttamannafundi í dag að miðjumaðurinn Fabio Vieira hefði farið til sérfræðings vegna meiðsla og hann yrði frá fram á næsta ár.

Vieira fór í aðgerð vegna nárameiðsla og Arteta býst ekki við því að sjá hann aftur í hópnum fyrr en eftir vetrarhlé sem verður um miðjan janúarmánuð.

Vieira er 23 ára Portúgali sem kom til Arsenal frá Porto sumarið 2022.

Hann hefur komið við sögu í þrettán leikjum á þessu tímabili og skorað í þeim eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner