Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 29. janúar 2023 13:31
Aksentije Milisic
Ítalía: AC Milan fékk á sig fimm mörk á heimavelli
Origi skoraði flott mark.
Origi skoraði flott mark.
Mynd: EPA

Milan 2 - 5 Sassuolo
0-1 Gregoire Defrel ('19 )
0-2 Davide Frattesi ('22 )
1-2 Olivier Giroud ('24 )
1-3 Domenico Berardi ('30 )
1-4 Armand Lauriente ('47 , víti)
1-5 Matheus Henrique ('79 )
2-5 Divock Origi ('81 )


Ótrúlegum sjö marka leik var að ljúka á San Siro vellinum rétt í þessu en fyrsta viðureign dagsins í Serie A deildinni var leikur AC Milan og Sassuolo.

Ítalíumeistararnir eru í miklu brasi en liðið hefur byrjað árið ömurlega. Þrjú töp og tvö jafntefli staðreynd fyrir leikinn í dag en síðasti sigurleikur Sassuolo kom um miðjan október mánuð í fyrra.

Gestirnir fóru gjörsamlega hamförum gegn lánlausu liði Ítalíumeistarana en AC Milan fékk á sig fjögur mörk gegn Lazio í síðustu umferð. Í dag urðu þau hins vegar fimm.

Gregoire Defrel, Davide Frattesi og Domenico Berardi gerðu mörk Sassuolo í fyrri hálfleiknum en Oliver Giroud skallaði inn eitt mark fyrir AC Milan í millitíðinni.

Tvö mörk frá Armand Lauriente og Matheus Henrique gengu frá heimamönnum í síðari hálfleiknum en Milan skoraði tvö mörk sem voru dæmd af með hjálp VAR vegna rangstöðu.

Divock Origi kom inn á og skoraði stórglæsilegt sárabótarmark fyrir AC en hann þrumaði knettinum í slánna og inn með skoti fyrir utan teig.

AC Milan er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig en Sassuolo er í því sextánda með 20.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner