Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   mán 29. maí 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegt að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður. Geggjuð frammistaða hjá okkur og það var ótrúlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Það voru moment í síðari hálfleik þar sem þeir gengu frá okkur. Valur er með gæði og þeir refsuðu okkur en heilt yfir frammistöðulega séð var þetta frábær leikur. Mér er alveg sama þó ég tapi fótboltaleikjum ef frammistaðan er góð og þetta var einn af þessum leikjum sem við vorum „on it"." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Val á Víkingsvelli fyrr í kvöld en þetta var fyrsta tap Víkings á tímabilinu. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær. Við stjórnuðum honum frá A-Ö og þeir fengu færin eftir að boltinn lenti svona á tilviljunarlega staði og þeir brunuðu upp í sókn. Fyrri hálfleikurinn var perfect og eina sem vantaði var bara markið."

„Síðari hálfleikurinn var bara geggjaður, geggjaður fyrir áhorendur, mikið líf. Ég var helst ósáttur með þriðja mark Valsmanna en við vorum komnir með þá en það má aldrei sofna á verðinum og þetta kennir okkur smá leksíu að vera ekki of værukæfir en heilt yfir bara mjög ánægður að hafa tekið þátt í þessum leik."

Þetta var fyrsta tap Víkinga á tímabilinu. Hefur þetta einhver áhrif á leikmannahópinn? 

„Ekki ef þú horfir á frammistöðuna. Það hefði verið annað ef við hefðum ekki getað neitt í dag og Valur hefði stýrt leiknum frá A-Ö og við hefðum tapað 5-0 en frammistaðan var var bara frábær, þetta er fótboltaleikur og þið þekkið hvernig það er ég meina svona gerist stundum."





Athugasemdir