Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   mán 29. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fjölni í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í 3. umferð Pepsí Max-deild karla. Breiðablik vann 3-1 sigur í fjörugum leik. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var heilt yfir ánægður með spilamennskuna í leiknum.

„Mér fannst spilamennskan allt í lagi, ég hafði ekki mikinn smekk fyrir byrjuninni hvorki í fyrri né seinni hálfleik en svona heilt yfir þá fannst mér við töluvert betri aðilinn. Ég hefði viljað sjá okkur aðeins grimmari fyrir framan markið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson skoruðu báðir í kvöld og er Óskar gríðarlega ánægður með þeirra byrjun á tímabilinu.

„Gísli átti það svo innilega skilið, hann hefur verið frábær í fyrstu leikjunum en hefur ekki náð að skora þangað til núna. Þetta var fullkominn endir á kvöldinu. Ég held að það viti það allir að Kiddi er góður upp við markið og er frábær leikur. Ég held að honum líði vel hjá okkur og það skilar sér inn á vellinum."

„Þetta er sennilega bara eins gott að það getur orðið og ekkert hægt að kvarta, en sagði ekki góður maður að staðan í deildinni er augnabliksmynd, hún gefur þér ekkert nema vissuna að hlutirnir séu allt í lagi. Það er alveg ljóst að við getum gert betur í öllum atriðum."

Sagði Óskar að lokum um góða byrjun Breiðabliks á þessu tímabili.
Athugasemdir