Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   mán 29. júní 2020 21:37
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fjölni í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í 3. umferð Pepsí Max-deild karla. Breiðablik vann 3-1 sigur í fjörugum leik. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var heilt yfir ánægður með spilamennskuna í leiknum.

„Mér fannst spilamennskan allt í lagi, ég hafði ekki mikinn smekk fyrir byrjuninni hvorki í fyrri né seinni hálfleik en svona heilt yfir þá fannst mér við töluvert betri aðilinn. Ég hefði viljað sjá okkur aðeins grimmari fyrir framan markið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson skoruðu báðir í kvöld og er Óskar gríðarlega ánægður með þeirra byrjun á tímabilinu.

„Gísli átti það svo innilega skilið, hann hefur verið frábær í fyrstu leikjunum en hefur ekki náð að skora þangað til núna. Þetta var fullkominn endir á kvöldinu. Ég held að það viti það allir að Kiddi er góður upp við markið og er frábær leikur. Ég held að honum líði vel hjá okkur og það skilar sér inn á vellinum."

„Þetta er sennilega bara eins gott að það getur orðið og ekkert hægt að kvarta, en sagði ekki góður maður að staðan í deildinni er augnabliksmynd, hún gefur þér ekkert nema vissuna að hlutirnir séu allt í lagi. Það er alveg ljóst að við getum gert betur í öllum atriðum."

Sagði Óskar að lokum um góða byrjun Breiðabliks á þessu tímabili.
Athugasemdir