Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 29. september 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho um slæma byrjun: Roma hefur aldrei spilað tvo úrslitaleiki í Evrópukeppni í röð
Mynd: Getty Images

Upphafið á tímabilinu í ítölsku deildinni hjá Roma hefur verið afleit en liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þremur. Liðið tapaði 4-1 gegn Genoa í gær þar sem Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Genoa.


Jose Mourinho stjóri Roma viðurkennir að þetta sé mjög slæm byrjun en hann minnir á góðan árangur í Evrópukeppni undanfarin ár.

Liðið vann Sambandsdeildina tímabilið 2021/22 eftir sigur á Feyenoord undir stjórn Mourinho en tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Sevilla á síðustu leiktíð.

„Þetta er versta byrjunin á mínum ferli en við höfum aldrei spilað tvo úrslitaleiki í Evrópukeppni í röð," sagði Mourinho.

„Þetta er hópurinn sem við erum með og við verðum að nýta hann. Það er enginn markaður, þetta er hópurinn sem við höfum, með sín gæði og galla. Þetta er sárt, líka útaf sambandinu mínu við Roma. Á morgun munum við vinna hart að okkur og það eru þrjú stig í boði í næsta leik, ekki sjö eða átta."


Athugasemdir
banner
banner
banner