Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   sun 29. september 2024 18:35
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
<b>Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.</b>
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ömurlega leiðinlegt. Við erum allir niðurbrotnir og getum sjálfir okkur um kennt,'' segir Rúnar Kristinsson, Þjálfari Fram, eftir 7-1 tap gegn KR í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Við mættum ekki tilbúnir í leikinn, vorum búnir að undirbúa hann vel og ætluðum okkur aðra hluti. Þegar þú ert á grasvelli eins og KR völlurinn er og mætir liði sem er að berjast að halda sér í deildinni, sem er skrítið að segja og við búnir að bjarga okkur, þá voru menn ekki tilbúnir í slagsmál sem menn þurftu,''

„Í dag er mótið bara búið hjá Fram og við erum bara að bíða núna eftir að klára þessa leiki og við erum að reyna að peppa menn upp í það að þetta skipti allt máli. Við losnuðum við fall eftir að við unnum Fylki í síðustu umferð. Núna eigum við þrjá leiki eftir, þetta er algjörlega galin uppsetning á mótinu og við höfum ekki neitt að spila fyrir,''

„Ég er drullu fúll út í okkur í dag og mjög ósáttur við liðið mitt og alla þá sem komu að þessu, þjálfarateymið og allt. Við gerðum allir mistök því við höfum talað um það að við vinnu og töpum leiki saman,''

Rúnar hefur verið í umræðunni um þá sem taka við Val á næsta tímabili. Hann var spurður út hvort hann hafði eitthvað að segja með þau ummæli.

„Nei, ég var að segja að ég yrði þjálfari Fram á næsta ári. ég get ekki svarað svona spurningum.'' segir Rúnar í lokinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner