Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 29. september 2024 18:35
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
<b>Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.</b>
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ömurlega leiðinlegt. Við erum allir niðurbrotnir og getum sjálfir okkur um kennt,'' segir Rúnar Kristinsson, Þjálfari Fram, eftir 7-1 tap gegn KR í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Við mættum ekki tilbúnir í leikinn, vorum búnir að undirbúa hann vel og ætluðum okkur aðra hluti. Þegar þú ert á grasvelli eins og KR völlurinn er og mætir liði sem er að berjast að halda sér í deildinni, sem er skrítið að segja og við búnir að bjarga okkur, þá voru menn ekki tilbúnir í slagsmál sem menn þurftu,''

„Í dag er mótið bara búið hjá Fram og við erum bara að bíða núna eftir að klára þessa leiki og við erum að reyna að peppa menn upp í það að þetta skipti allt máli. Við losnuðum við fall eftir að við unnum Fylki í síðustu umferð. Núna eigum við þrjá leiki eftir, þetta er algjörlega galin uppsetning á mótinu og við höfum ekki neitt að spila fyrir,''

„Ég er drullu fúll út í okkur í dag og mjög ósáttur við liðið mitt og alla þá sem komu að þessu, þjálfarateymið og allt. Við gerðum allir mistök því við höfum talað um það að við vinnu og töpum leiki saman,''

Rúnar hefur verið í umræðunni um þá sem taka við Val á næsta tímabili. Hann var spurður út hvort hann hafði eitthvað að segja með þau ummæli.

„Nei, ég var að segja að ég yrði þjálfari Fram á næsta ári. ég get ekki svarað svona spurningum.'' segir Rúnar í lokinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir