Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 30. mars 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag vonsvikinn með að hafa ekki landað sigri - „Gáfum þetta frá okkur“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, viðurkenndi fúslega að Brentford hafi verið betri aðilinn í 1-1 jafnteflinu í Lundúnum í kvöld, en hann var samt vonsvikinn að hafa ekki klárað leikinn í lokin.

United slapp með skrekkinn gegn Brentford. Heimamenn voru með öll völd á leiknum, sköpuðu sér urmul af færum en heppnin var ekki með þeim.

Seint í uppbótartíma skoraði Mason Mount sitt fyrsta mark fyrir United en Kristoffer Ajer jafnaði stuttu síðar og tryggði Brentford stigið.

„Við vorum að vinna leikinn í lokin, sem var kannski ekki verðskuldað, en þú verður að taka þrjú stigin þannig þetta er mjög mikil vonbrigði að gera jafntefli.“

„Brentford var betra en við í dag. Þeir sýndu meiri ástríðu, þrát og festu en við. Kostur Brentford er að þeir berjast fyrir þessu, en við verðum að sýna meira. Við skoruðum mark en köstuðum þessu síðan frá okkur,“
sagði Ten Hag.

En er það ásættanlegt að Brentford sýni meiri ástríðu og þrá en United?

„Nei, aldrei. Við sýndum það gegn Liverpool og í mörgum öðrum leikjum. Við verðum að koma með þetta inn á völlinn. Við börðumst en Brentford var með meiri fókus þegar það kom að litlu hlutunum eins og seinni boltum og voru einnig grimmari, þegar það átti að vera á hinn veginn.“

„Við vorum að vinna og ættum að hrósa liðinu fyrir það, en gáfum það frá okkur og það eru mikil vonbrigði.“


Manchester United er í 6. sæti deildarinnar, átta stigum frá Tottenham sem er í fimmta sætinu. Fimmta sætið gæti gefið þátttöku í Meistaradeildina á næsta tímabili.

„Það eru margir leikir eftir. Tökum þetta stig, því það gæti reynst mjög gott stig þegar talið verður úr pokanum í lok tímabils,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner