Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. júlí 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurftu að stíga upp þegar þjálfarinn greindist með veiruna
Lengjudeildin
Jens Elvar var að vonum virkilega ánægður með þrjú stig gegn Selfossi í gær.
Jens Elvar var að vonum virkilega ánægður með þrjú stig gegn Selfossi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarleikurinn til fyrirmyndar
Varnarleikurinn til fyrirmyndar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gífurlega mikilvæg þrjú stig sótt í gær.
Gífurlega mikilvæg þrjú stig sótt í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jens Elvar Sævarsson.
Jens Elvar Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur vann í gær nauðsynlegan sigur í botnbaráttunni í þegar liðið fór á Selfoss og náði í þrjú stig í botnbaráttuslag. Þróttur var fyrir leikinn í næstneðsta sæti, fimm stigum frá Selfossi sem var í sætinu fyrir ofan.

Með sigrinum er Þróttur því tveimur stigum frá öruggu sæti. Jens Elvar Sævarsson, venjulega aðstoðarþjálfari Þróttar, ræddi við Fótbolta.net. Jens var skráður þjálfari í gær þar sem Guðlaugur Baldursson, aðalþjálfari liðsins, greindist með covid og er í einangrun. Sam Hewson, venjulega spilandi aðstoðarþjálfari, er meiddur og var einnig skráður þjálfari á skýrslunni í gær.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  3 Þróttur R.

„Það var alveg ljóst að þegar Laugi greindist með covid að ég þurfti að stíga upp með Sam Hewson. Við tókum þetta saman. Við fórum allir í hópnum í úrvinnslusóttkví og gátum ekki æft í vikunni eins og skyldi." sagði Jens Elvar.

„Sigurtilfinning er alltaf geggjuð en kannski má segja að þessi hafi verið þreföld. Það var orðið ansi langt síðan að við unnum leik," sagði Jens um tilfinninguna eftir leik.

Hafa ekki lagst í volæði
Fannstu fyrir öðruvísi stemningu fyrir þennan leik en leikina á undan?

„Já, það má alveg segja það. Að okkar mati höfum við verið að spila ágætlega, eftir leikinn gegn Fjölni horfum við í það að við erum með fjórtán leikmenn í banni og meiðslum. Við misstum fjóra máttarstólpa út í þeim leik og í kjölfarið vorum við með lið þar sem elsti leikmaður liðsins var fæddur árið 2000."

„Við horfðum í það fyrir þennan leik að við þyrftum aðeins að núllstilla okkur og að við hefðum verið óheppnir í síðustu leikjum. Við höfum ekki verið að nýta þann meðbyr sem við höfum fengið í leikjum, fengum nokkur dauðafæri í byrjun gegn Fjölni sem við nýtum ekki. Við höfum líka klúðrað fjórum vítaspyrnum sem dæmi og leyfum þessum meðbyr ekki að falla með okkur."

„Okkar leikmenn mega eiga það að alveg sama hvað hefur dunið á í sumar hafa menn ekki lægst í volæði og farið að vorkenna sér. Við stöndum uppi keikir og horfum á þetta þannig að við getum unnið öll lið."


Þurfum að sýna að þetta var ekki tilviljun
Hvað gerir þessi sigur fyrir ykkur upp á framhaldið að gera?

„Þetta sýnir okkur það að við erum vel á lífi í þessari deild. Við fórum inn í þennan leik með það að ætla ekki að tapa honum. Það eru ennþá átta leikir eftir, í raun hefði verið sama hvernig þessi leikur hefði farið, við hefðum alltaf verið á lífi. Leikurinn var kannski ekki besti fótboltaleikurinn en liðið gaf ekki færi á sér og menn höfðu alltaf trú á því sem þeir voru að gera."

„Þessi sigur gefur okkur heilan helling, ég tala nú ekki um að halda hreinu. Að skora þrjú mörk og að halda hreinu er auka innspýting ofan á þessi þrjú stig. Við erum kokhraustir á framhaldið þrátt fyrir að við gerum okkur grein fyrir að þetta eru bara þrjú stig. Þetta sýndi okkur að við eigum helling inni, áttum helling inni og sýndum það í gær. Við þurfum að sýna það í næsta leik að þetta var ekki tilviljun."


Varnarleikurinn til fyrirmyndar
Var leikurinn lagður upp sem algjör úrslitaleikur?

„Úrslitaleikur má aldrei fara jafntefli. Laugi lagði upp leikinn og við svo tókum ákvarðanirnar á hliðarlínunni. Við lögðum aðallega upp með að ætla halda markinu hreinu eins lengi og hægt var. Við ætluðum bara ekki að tapa þessum leik."

Var varnarleikurinn til fyrirmyndar?

„Já, gjörsamlega til fyrirmyndar frá fresmta manni til aftasta. Það er ekkert auðvelt að fara með sextán, sautján, átján ára sem hrygg í liðinu inn í svona leik. Mér fannst þeir strákar og allir í liðinu spila eins og þeir væru með fullt af leikjum á bakinu," sagði Jens Elvar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner