Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 09:21
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn hefur rætt við Haugesund
watermark Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks er á blaði hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Fjallað var um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net að norskt félag hefði áhuga á Óskari. Það félag er Haugesund og Breiðablik gaf því leyfi til að ræða við hann.

Óskar gerði Blika að Íslandsmeisturum á síðasta ári og var svo fyrsti þjálfarinn sem kom íslensku karlaliði í riðlakeppni í alvöru Evrópukeppni.

Haugesund er í fallbaráttu í norsku deildinni en liðið á sjö leiki eftir. Það er án sigurs í átta síðustu leikjum og situr í 14. sæti af sextán liðum en það er umspilssæti um að bjarga sér frá falli.

Kjartan Kári Halldórsson, sem er á láni hjá FH, er leikmaður Haugesund. Liðið er með bráðabirgðaþjálfara eftir að þjálfarinn var rekinn fyrr í þessum mánuði.

Framtíð Óskars hefur verið mikið í umræðunni en ekki er ólíklegt að fleiri félög í Skandinavíu séu með augastað á honum. Sögusagnir hafa verið í gangi um að afar ólíklegt sé að Óskar stýri Breiðabliki á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner