Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 31. október 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Halldór Orri: Aðallega að hugsa um spiltímann
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik.  Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik. Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Það er mikil gleði og tilhlökkun framundan. Ég er uppalinn í klúbbnum og það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur heim," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Hinn 32 ára gamli Halldór Orri gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik eftir þrjú ár í herbúðum FH.

Halldór Orri skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar en hann var einungis sjö sinnum í byrjunarliði og ákvað því að róa á önnur mið.

„Ég var aðallega að hugsa um spiltímann. Ég var ekki að spila eins mikið og ég fannst ég eiga skilið. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að vinna mér inn byrjunarliðssæti á öðrum vígstöðum. Það var aðalástæðan."

Halldór Orri tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að fara frá FH og í kjölfarið sýndu nokkur lið honum áhuga.

„Það voru einhver önnur lið sem höfðu samband en um leið og Stjarnan hafði samband þá lagði ég allt annað til hliðar. Það er léttir að vera kominn heim," sagði Halldór Orri.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og verður ekki í Evrópukeppni í sumar líkt og undanfarin ár.

„Það tók sinn toll að ná ekki þessu Evrópusæti. Núna er markmiðið að ná flugi aftur í Garðabænum og ná allavega að tryggja Evrópusæti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessi félög og það er lágmarkskrafa í Garðabænum," sagði Halldór Orri en hann er bjartsýnn á næsta sumar.

„Það er frábær hópur þarna. Við vorum með menn eins og Gaua (Guðjón Baldvinsson) í meiðslum allt síðasta tímabil. Gaui er hörkuleikmaður og það munar um það. Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabilum í Garðabænum," sagði Halldór Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Halldór Orri meðal annars tímann hjá FH, hvernig það hefur verið að mæta Stjörnunni undanfarin ár og framhaldið í Garðabænum.
Athugasemdir
banner