Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 23. júlí 2012 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Gríðarlega ósáttur við rauða spjaldið
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í kvöld að hann hafi verið ósáttur við aðdragandann að vítaspyrnunni sem ÍA skoraði jöfnunarmarkið úr í uppbótartíma.

,,Leikurinn var járn í járn, svolítið lokaður lengst um en mér fannst ganga ágætlega upp að setja svona léttari og sprækari menn inná þegar leið á leikinn," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

,,Það gaf okkur mark. Mjög gott mark, virkilega vel gert hjá Árna hvernig hann fór á manninn í teignum og setti hann á nær hornið. Þá fannst mér að við ættum að loka þessum leik en þá hófst óskapleg dramatík undir restina sem ég ætla að leyfa mér að kíkja betur á til að vera dómbær á hvað gerðist."

,,Ég er ósáttur við adraganda vítaspyrnunnar og vítaspyrnudómsins. Hvað gerðist inni í teignum er ég ekki dómbær á því það sá ég ekki nógu vel."

,,Svo er ég gríðarlega ósáttur við að Sverri sé sýnt rauða spjaldið undir restina. Leikmaður Breiðabliks tekur boltann og er að fara með hann upp völlinn til að koma honum á miðlínuna og þá ráðast Skagamenn á hann og vilja fá boltann til að koma honum upp, og teasa hann, sem endar í því að dómarinn metur það svo að það sé gult spjald og svo rautt á Sverri. Það fannst mér miður. Ég veit ekki hvort það var ætlun hjá þeim að fá dómarann í eitthvað en menn eiga að fá púlsinn ná niður fyrir 160 og lesa hvað er að gerast og biðja skagamennina vinsamlegast um að leyfa leikmönnum að koma boltanum á miðlínu."


En hvað var að pirra hann í aðdragandanum að vítinu?

,,Hvernig við vörðumst og töpum návígum á miðsvæðinu sem færa boltann upp í hornið. Svo viljum við meina að við höfum átt innkastið en ekki skaginn sem vítaspyrnan kemur uppúr. En sitt sínist hverjum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann orðróm þess efnis að Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks verði lánaður frá félaginu en gefur ekki endanlegt svar um hvort hann fari eða ekki.
Athugasemdir