Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   mán 23. júlí 2012 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Gríðarlega ósáttur við rauða spjaldið
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í kvöld að hann hafi verið ósáttur við aðdragandann að vítaspyrnunni sem ÍA skoraði jöfnunarmarkið úr í uppbótartíma.

,,Leikurinn var járn í járn, svolítið lokaður lengst um en mér fannst ganga ágætlega upp að setja svona léttari og sprækari menn inná þegar leið á leikinn," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

,,Það gaf okkur mark. Mjög gott mark, virkilega vel gert hjá Árna hvernig hann fór á manninn í teignum og setti hann á nær hornið. Þá fannst mér að við ættum að loka þessum leik en þá hófst óskapleg dramatík undir restina sem ég ætla að leyfa mér að kíkja betur á til að vera dómbær á hvað gerðist."

,,Ég er ósáttur við adraganda vítaspyrnunnar og vítaspyrnudómsins. Hvað gerðist inni í teignum er ég ekki dómbær á því það sá ég ekki nógu vel."

,,Svo er ég gríðarlega ósáttur við að Sverri sé sýnt rauða spjaldið undir restina. Leikmaður Breiðabliks tekur boltann og er að fara með hann upp völlinn til að koma honum á miðlínuna og þá ráðast Skagamenn á hann og vilja fá boltann til að koma honum upp, og teasa hann, sem endar í því að dómarinn metur það svo að það sé gult spjald og svo rautt á Sverri. Það fannst mér miður. Ég veit ekki hvort það var ætlun hjá þeim að fá dómarann í eitthvað en menn eiga að fá púlsinn ná niður fyrir 160 og lesa hvað er að gerast og biðja skagamennina vinsamlegast um að leyfa leikmönnum að koma boltanum á miðlínu."


En hvað var að pirra hann í aðdragandanum að vítinu?

,,Hvernig við vörðumst og töpum návígum á miðsvæðinu sem færa boltann upp í hornið. Svo viljum við meina að við höfum átt innkastið en ekki skaginn sem vítaspyrnan kemur uppúr. En sitt sínist hverjum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann orðróm þess efnis að Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks verði lánaður frá félaginu en gefur ekki endanlegt svar um hvort hann fari eða ekki.
Athugasemdir