Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 23. júlí 2012 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Gríðarlega ósáttur við rauða spjaldið
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í kvöld að hann hafi verið ósáttur við aðdragandann að vítaspyrnunni sem ÍA skoraði jöfnunarmarkið úr í uppbótartíma.

,,Leikurinn var járn í járn, svolítið lokaður lengst um en mér fannst ganga ágætlega upp að setja svona léttari og sprækari menn inná þegar leið á leikinn," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

,,Það gaf okkur mark. Mjög gott mark, virkilega vel gert hjá Árna hvernig hann fór á manninn í teignum og setti hann á nær hornið. Þá fannst mér að við ættum að loka þessum leik en þá hófst óskapleg dramatík undir restina sem ég ætla að leyfa mér að kíkja betur á til að vera dómbær á hvað gerðist."

,,Ég er ósáttur við adraganda vítaspyrnunnar og vítaspyrnudómsins. Hvað gerðist inni í teignum er ég ekki dómbær á því það sá ég ekki nógu vel."

,,Svo er ég gríðarlega ósáttur við að Sverri sé sýnt rauða spjaldið undir restina. Leikmaður Breiðabliks tekur boltann og er að fara með hann upp völlinn til að koma honum á miðlínuna og þá ráðast Skagamenn á hann og vilja fá boltann til að koma honum upp, og teasa hann, sem endar í því að dómarinn metur það svo að það sé gult spjald og svo rautt á Sverri. Það fannst mér miður. Ég veit ekki hvort það var ætlun hjá þeim að fá dómarann í eitthvað en menn eiga að fá púlsinn ná niður fyrir 160 og lesa hvað er að gerast og biðja skagamennina vinsamlegast um að leyfa leikmönnum að koma boltanum á miðlínu."


En hvað var að pirra hann í aðdragandanum að vítinu?

,,Hvernig við vörðumst og töpum návígum á miðsvæðinu sem færa boltann upp í hornið. Svo viljum við meina að við höfum átt innkastið en ekki skaginn sem vítaspyrnan kemur uppúr. En sitt sínist hverjum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann orðróm þess efnis að Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks verði lánaður frá félaginu en gefur ekki endanlegt svar um hvort hann fari eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner