Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 05. september 2015 18:17
Þórir Karlsson
Brynjar Gests: Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Gestirnir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik, en náðu að jafna metin í þeim seinni

Fótbolti.net fékk Brynjar Gestsson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.

„Já miðað við fyrri hálfleikinn hjá okkur, 2-0 undir í hálfleik og við komum, hvenær mættum við til leiks? 54 mínútu sirka, 55 en fram að því þá vorum við náttúrulega bara eins og, ég veit það ekki, einhverjir jólajeppar hérna, mættum hérna voðalegir töffarar og ætluðum að gera eitthvað að viti, fylgja síðasta leik, en við vorum svo sannarlega ekki á leiðinni að gera nokkurn skapaðan hlut, lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Fjarðarbyggð síðan ég byrjaði.“ Sagði Brynjar er hann var spurður hvort hann væri sáttur.

Er Brynjar var spurður hvort þetta hefði einfaldlega bara verið vanmat hafði hann eftirfarnandi að segja:

„Nei, þú veist við getum ekki vanmetið þá hvernig sem taflan segir. Ég meina við spiluðum við þá í fyrri umferðinni og þeir voru mjög góðir þá og þetta er vel spilandi lið, hættuelgir, náttúrulega með góða leikmenn innanborðs og nei nei, við vanmátum þá alls ekki, eða allavega ef það hefur verið einhver sem hefur gert það innan liðsins hjá okkur getur hann bara farið í eitthvað annað lið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner