Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   lau 05. september 2015 18:17
Þórir Karlsson
Brynjar Gests: Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Gestirnir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik, en náðu að jafna metin í þeim seinni

Fótbolti.net fékk Brynjar Gestsson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.

„Já miðað við fyrri hálfleikinn hjá okkur, 2-0 undir í hálfleik og við komum, hvenær mættum við til leiks? 54 mínútu sirka, 55 en fram að því þá vorum við náttúrulega bara eins og, ég veit það ekki, einhverjir jólajeppar hérna, mættum hérna voðalegir töffarar og ætluðum að gera eitthvað að viti, fylgja síðasta leik, en við vorum svo sannarlega ekki á leiðinni að gera nokkurn skapaðan hlut, lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Fjarðarbyggð síðan ég byrjaði.“ Sagði Brynjar er hann var spurður hvort hann væri sáttur.

Er Brynjar var spurður hvort þetta hefði einfaldlega bara verið vanmat hafði hann eftirfarnandi að segja:

„Nei, þú veist við getum ekki vanmetið þá hvernig sem taflan segir. Ég meina við spiluðum við þá í fyrri umferðinni og þeir voru mjög góðir þá og þetta er vel spilandi lið, hættuelgir, náttúrulega með góða leikmenn innanborðs og nei nei, við vanmátum þá alls ekki, eða allavega ef það hefur verið einhver sem hefur gert það innan liðsins hjá okkur getur hann bara farið í eitthvað annað lið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner