Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 05. september 2015 18:17
Þórir Karlsson
Brynjar Gests: Lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Gestirnir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik, en náðu að jafna metin í þeim seinni

Fótbolti.net fékk Brynjar Gestsson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.

„Já miðað við fyrri hálfleikinn hjá okkur, 2-0 undir í hálfleik og við komum, hvenær mættum við til leiks? 54 mínútu sirka, 55 en fram að því þá vorum við náttúrulega bara eins og, ég veit það ekki, einhverjir jólajeppar hérna, mættum hérna voðalegir töffarar og ætluðum að gera eitthvað að viti, fylgja síðasta leik, en við vorum svo sannarlega ekki á leiðinni að gera nokkurn skapaðan hlut, lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Fjarðarbyggð síðan ég byrjaði.“ Sagði Brynjar er hann var spurður hvort hann væri sáttur.

Er Brynjar var spurður hvort þetta hefði einfaldlega bara verið vanmat hafði hann eftirfarnandi að segja:

„Nei, þú veist við getum ekki vanmetið þá hvernig sem taflan segir. Ég meina við spiluðum við þá í fyrri umferðinni og þeir voru mjög góðir þá og þetta er vel spilandi lið, hættuelgir, náttúrulega með góða leikmenn innanborðs og nei nei, við vanmátum þá alls ekki, eða allavega ef það hefur verið einhver sem hefur gert það innan liðsins hjá okkur getur hann bara farið í eitthvað annað lið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner