Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vill byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
   lau 09. júní 2018 18:54
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Mjög kærkomið
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu í dag sinn fyrsta sigur í Pepsi deild karla síðan 12.maí þegar liðið vann Grindavík 2-0 á blautum og erfiðum Grindavíkurvelli.
Með sigrinum jafna Blikar Grindavík að stigum í töflunni koma sér aftur á skrið í deildinni eftir magra uppskeru upp á síðkastið.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var mjög kærkomið og við stóðum okkur bara nokkuð vel í þessum leik fannst mér svona heilt yfir. Við vorum skipulagðir og mættum vel skipulögðu liði svo þetta snerist um að halda boltanum við erfiðar aðstæður, blautt gras, rigning og smá rok en lykilatriðið var að klára og vinna leikinn 2-0“.

Blikar voru skeinuhættir fram á við allan leikinn og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk en var Gústi ánægður með sóknarleikinn?

„Sem þjálfari biður maður ekki um mikið meira en að skora tvö mörk og halda hreinu. Það er frábært“.

Elfar Freyr miðvörður Blika þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í seinni hálfleik bárust þær fréttir að hann hefði verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

„Já hann fór héðan i sjúkrabíl og ég held að viðbeinið hafi farið úr lið eða axlarlið svo við verðum að fylgjast vel með honum núna framundan en leiðinlegt atvik."

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner