Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 12:45
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar í Inkasso: Pachu og Nacho á miðjunni
Bjarni skoraði tvívegis gegn Haukum.
Bjarni skoraði tvívegis gegn Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Magnús skoraði og lagði upp fyrir Ólafsvík.
Kristinn Magnús skoraði og lagði upp fyrir Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Páll er í liði umferðarinnar.
Kristófer Páll er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri umferð Inkasso-deildar karla lauk um helgina með tveimur leikjum á laugardaginn.

ÍR-ingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Magna á útivelli í slag neðstu tveggja liða deildarinnar. Þar hélt Helgi Freyr Þorsteinsson markinu hreinu fyrir ÍR-inga.


Á sama tíma gerðu Þórsarar góða ferð í Efra-Breiðholtið og unnu 1-0 útisigur með marki frá Nacho Gil undir lok leiks.

HK unnu auðveldan 3-0 sigur á Haukum þar sem Bjarni Gunnarsson skoraði tvívegis og vinstri bakvörðurinn, Aron Elí Sævarsson átti góðan leik.

Pachu og Kristófer Páll Viðarsson áttu stóran þátt í 4-1 sigri Selfyssinga á Njarðvík í botnbaráttuslag fyrir austan fjall. Báðir skoruðu þeir sitt hvort markið og gott betur en það, því þeir lögðu einnig upp mark fyrir samherja sína.

Óvæntustu úrslit umferðarinnar voru sennilega í Laugardalnum þar sem Þróttarar unnu sannfærandi sigur á ÍA sem voru á toppi deildarinnar fyrir umferðina, 4-1. Viktor Jónsson skoraði þrennu í leiknum og þá áttu Finnur Tómas Pálmason og Daði Bergsson góðan leik einnig fyrir Þróttara.

Ólsarar héldu sigurgöngu sinni áfram í deildinni með 2-1 sigri á Fram. Kristinn Magnús Pétursson var besti maður vallarins en hann bæði skoraði og lagði upp í leiknum. Þá átti Alexander Helgi Sigurðarson einnig góðan leik.

Þjálfari umferðarinnar er Gunnlaugur Jónsson þjálfari Þróttar úr Laugardalnum.

Fyrri lið umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner