mið 14. ágúst 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Stjóri Millwall: Jón Daði er smá ryðgaður
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn þegar Milwall vann 2-1 útisigur á WBA í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Fyrstu fréttir sögðu að Jón Daði hefði skorað sigurmarkið en hann fékk markið ekki skráð á sig.

Jón Daði hefur verið að komast í gang með Millwall eftir félagaskipti sín frá Reading í sumar en hann kom inn á sem varamaður gegn WBA í Championship deildinni um síðustu helgi.

„Jón Daði er smá ryðgaður í augnablikinu en við verðum að muna að hann er þremur og hálfri viku á eftir öllum öðrum," sagði Neil Harris stjóri Millwall eftir leikinn í gær.

Millwall á fimm leiki framundan í þessum mánuði áður en kemur að leikjum íslenska landsliðsins gegn Moldavíu og Albaníu þar sem búast má við að Jón Daði verði í eldlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner