banner
   fim 10. október 2019 10:54
Magnús Már Einarsson
Gylfi um fjarveru Arons: Gullið tækifæri til að vinna sig inn í liðið
Icelandair
Gylfi í leiknum gegn Frökkum í mars.
Gylfi í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson segir að sá leikmaður sem fær tækifærið í stað Arons Einars Gunnarssonar i leiknum gegn Frökkum á morgun fái gullið tækifæri til að vinna sér sæti í byrjunarliðinu í næstu leikjum.

Aron meiddist illa á ökkla í leik með Al Arabi í síðustu viku og fór í aðgerð í vikunni. Afar tvísýnt er að hann verði með í lokaleikjunum í undankeppni EM í næsta mánuði.

„Hann er auðvitað fyrirliði Íslands og gríðarlega mikilvægur leikmaður innan vallar og á hótelinu innan hópsins. Hann er mjög hávær og hefur mikla virðingu innan liðsins," sagði Gylfi um Aron á fréttamannafundi í dag.

„Við spilum örugglega mjög svipað. Það þarf einhver að koma inn og fylla hans skarð. Það fær einhver tækifærið og það er undir þeim leikmanni komið að grípa það."

„Aron er mjög tæpur eða spilar ekki í næsta verekfni. Sá sem spilar á morgun getur spilað næstu 2-3 leiki ef hann nýtir tækifærið. Þetta er gullið tækifæri fyrir leikmann til að vinna sig inn í liðið."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner