banner
   fim 10. október 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær á eftir norskum liðsfélaga Ragnars og Björns
Mathias Normann. Það sést glitta í Ragnar Sigurðsson, fyrirliða Rostov, á myndinni.
Mathias Normann. Það sést glitta í Ragnar Sigurðsson, fyrirliða Rostov, á myndinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United fylgist náið með miðjumanninum Mathias Normann. Nizaar Kinsella á Goal.com skrifar um þetta.

Normann er liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Rostov í Rússlandi.

Normann er 23 ára gamall og er frá Noregi. Hann spilaði með Bodø/Glimt frá 2013 til 2017 og fór þá til Brighton á Englandi. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, þekkir Normann ágætlega eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde þar sem Normann var í láni á síðasta ári.

Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi þessa tímbils. Miðjan hjá Rauðu djöflunum hefur verið einstaklega slök.

Normann hefur farið vel af stað með Rostov og var hann valinn leikmaður mánaðarins í Rússlandi í september. Hann lék í síðasta mánuði sinn fyrsta landsleik fyrir Noreg.

Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, og Mario Mandzukic, sóknarmaður Juventus, eru líka undir smásjánni hjá United.

Normann hefur vakið áhuga fleiri félaga. Tottenham og Sevilla fylgjast með stöðu mála hjá honum.

Manchester United er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stgi eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner