Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Mikil gæði í Pickford
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var ánægður með 1-0 sigurinn á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var annar sigur liðsins í röð.

Everton er nú í 7. sæti deildarinnar með 43 stig, jafnmörg og Liverpool sem er í 6. sætinu en Everton á leik til góða á Englandsmeistarana.

Liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var Ancelotti afar sáttur með frammistöðu liðsins á Goodison Park.

„Þetta var mikilvægur sigur og erfiður leikur. Við vissum það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt. Við byrjuðum vel og náðum að stýra leiknum og fengum ekki á okkur færi fyrr en undir lok leiksins. Við áttum sigurinn skilið, sagði Ancelotti.

„Við vorum hættulegir. Þetta var frábær afgreiðsla hjá Richarlison og stoðsendingin var góð og svo vorum við hættulegir í föstu leikatriðunum. Við áttum tvö eða þrjú góð færi en þetta var mikil barátta á miðjunni."

„Richarlison átti í vandræðum fyrri hluta tímabilsins. Hann var að ferðast mikið og missti af þremur leikjum þar sem hann var í banni en núna er hann að spila mikið og við breyttum hlutverki hans aðeins og það er betra fyrir hann. Pickford spilaði mjög vel og þegar við þurftum á honum að halda þá gerði hann vel og var rólegur. Hann er mjög rólegur í markinu og það er eitthvað sem okkur vantaði hér áður. Hann er með mikil gæði."

„Við höfum núna tíma til að jafna okkur fyrir fimmtudaginn. Allan var mættur aftur eftir tveggja mánaða fjarveru og verðum að fara varlega með hann. Þetta gæti reynst honum erfitt en svo verðum við að skoða James, Coleman og Davies fyrir leikinn á fimmtudag."

„Við værum til í að vera í kringum fjórða sætið. Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari. Eftir leikinn gegn Fulham vorum við leiðir og pirraðir en þessir tveir sigrar gefa okkur sjálfstraust fyrir framtíðina,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner