Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 01. mars 2021 09:37
Magnús Már Einarsson
Clattenburg: Ráðgáta að Man Utd hafi ekki fengið vítí
Mark Clattenburg
Mark Clattenburg
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér finnst ótrúlegt að Manchester United hafi ekki fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar var klár hendi á Callum Hudson-Odoi," segir Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni.

Clattenburg var þar að tjá sig um umdeilt atvik í markalausu jafntefli Chelsea og Manchester United í gær. United vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendina á Hudson-Odoi. Stuart Attwell, dómari leiksins, skoðaði atvikið í VAR skjánum en dæmdi ekki víti.

„Höndin hjá leikmanni Chelsea var í ónáttúrulegri stöðu og boltinn fór í höndina," sagði Clattenburg.

„Chris Kavanagh, VAR dómari leiksins, taldi að Stuart Attwell væri að missa af vítaspyrnu svo hann gaf honum tækifæri á að horfa aftur á þetta í skjánum á vellinum."

„Hvernig Attwell gat ekki bent á punktinn eftir að hafa séð þetta frá mismunandi sjónarhornum er ráðgáta."


Sjá einnig:
Hudson-Odoi handlék boltann innan teigs en ekkert dæmt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner