Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish missir af grannaslagnum gegn Man Utd
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jack Grealish verður ekki með Manchester City í grannaslagnum gegn Manchester United á sunnudag.

Grealish, sem hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, er að glíma við meiðsli og verður þess vegna ekki með. Hann fór meiddur af velli í sigrinum gegn Luton í FA-bikarnum í vikunni og er þess vegna ekki klár í slaginn.

„Hann verður ekki klár fyrir helgina," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, á fréttamannafundi í dag.

„Ég veit ekki hvenær hann kemur til baka. Þú lendir alltaf í áföllum í lífinu og hann mun jafna sig á þessu."

Grealish, sem er í baráttu um að komast með enska landsliðinu, mun líklega missa af landsleikjaglugganum síðar í þessu mánuði út af meiðslunum.

Leikur Man City og Man Utd er á sunnudaginn klukkan 15:30.
Athugasemdir
banner
banner