Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 01. júní 2023 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Trúði ekki mínum eigin augum
Lengjudeildin
Ian Jeffs
Ian Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er 100% sammála því að það er þessi 20-25 mínútna kafli í byrjun leiks sem kostar okkur leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 tap gegn Selfossi í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu leikinn illa og voru lentir 2-0 undir eftir rúmar 20 mínútur. Seinna markið var ákaflega klaufalegt en þá varð leikmaður Þróttar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

"Þetta seinna mark er bara algert bíó. Ég þarf að horfa á það aftur. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta er eitthvað sem á bara að gera í 7.flokki."

Eftir þessa döpru byrjun stigu Þróttarar upp og voru betri aðilinn seinni hluta leiksins. "Ég er ánægður með okkur frá svona 35. mínútu. Þá vorum við betra liðið. Þeir misstu mann af velli með rautt en mér fannst við yfirhöndina áður en það gerist. En fótbolti snýst um að skora mörk og halda sínu marki hreinu og við erum ekki að gera það nógu vel," segir þjálfarinn og bætir við. 

"Ég er bara mjög svekktur að hafa ekki náð í að minnsta kosti eitt stig í dag. Spilamennskan var góð en við vorum ekki að nýta færin. Svo fengum við á okkur þessi klaufamörk. Ég man ekki eftir öðrum færum frá Selfossi."


Athugasemdir