Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
Aron Einar: Tvö skref til baka finnst mér
Alfreð: Erfitt að útskýra hvað gerðist eftir frábæra byrjun
Arnór Ingvi: Trúðum ekki á okkur sjálfa
Age Hareide: Þetta var svartur fimmtudagur!
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Arnór Ingvi: Er ekki alltaf gaman að skemma partíið?
Aron Einar: Gífurlega mikill séns að komast á EM
banner
   fim 01. júní 2023 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Trúði ekki mínum eigin augum
Lengjudeildin
watermark Ian Jeffs
Ian Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er 100% sammála því að það er þessi 20-25 mínútna kafli í byrjun leiks sem kostar okkur leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 tap gegn Selfossi í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu leikinn illa og voru lentir 2-0 undir eftir rúmar 20 mínútur. Seinna markið var ákaflega klaufalegt en þá varð leikmaður Þróttar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

"Þetta seinna mark er bara algert bíó. Ég þarf að horfa á það aftur. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta er eitthvað sem á bara að gera í 7.flokki."

Eftir þessa döpru byrjun stigu Þróttarar upp og voru betri aðilinn seinni hluta leiksins. "Ég er ánægður með okkur frá svona 35. mínútu. Þá vorum við betra liðið. Þeir misstu mann af velli með rautt en mér fannst við yfirhöndina áður en það gerist. En fótbolti snýst um að skora mörk og halda sínu marki hreinu og við erum ekki að gera það nógu vel," segir þjálfarinn og bætir við. 

"Ég er bara mjög svekktur að hafa ekki náð í að minnsta kosti eitt stig í dag. Spilamennskan var góð en við vorum ekki að nýta færin. Svo fengum við á okkur þessi klaufamörk. Ég man ekki eftir öðrum færum frá Selfossi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner