Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. júní 2023 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Trúði ekki mínum eigin augum
Lengjudeildin
Ian Jeffs
Ian Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er 100% sammála því að það er þessi 20-25 mínútna kafli í byrjun leiks sem kostar okkur leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 tap gegn Selfossi í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu leikinn illa og voru lentir 2-0 undir eftir rúmar 20 mínútur. Seinna markið var ákaflega klaufalegt en þá varð leikmaður Þróttar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

"Þetta seinna mark er bara algert bíó. Ég þarf að horfa á það aftur. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta er eitthvað sem á bara að gera í 7.flokki."

Eftir þessa döpru byrjun stigu Þróttarar upp og voru betri aðilinn seinni hluta leiksins. "Ég er ánægður með okkur frá svona 35. mínútu. Þá vorum við betra liðið. Þeir misstu mann af velli með rautt en mér fannst við yfirhöndina áður en það gerist. En fótbolti snýst um að skora mörk og halda sínu marki hreinu og við erum ekki að gera það nógu vel," segir þjálfarinn og bætir við. 

"Ég er bara mjög svekktur að hafa ekki náð í að minnsta kosti eitt stig í dag. Spilamennskan var góð en við vorum ekki að nýta færin. Svo fengum við á okkur þessi klaufamörk. Ég man ekki eftir öðrum færum frá Selfossi."


Athugasemdir
banner