Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 01. júlí 2020 22:00
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna Björk: Heppnar að fá að spila þennan leik
Kvenaboltinn
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Anna Björk, leikmaður Selfyssinga, var að vonum kát eftir leik:

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Selfoss

"Ég er mjög sátt með þetta, held að við getum tekið margt gott úr þessu, við spiluðum vel, færðum boltann vel á milli kanta, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur eitt, hefðum mátt sleppa því."

"Ég held að það sé stundum smá stress í byrjun, við þurfum að stjórna leikjum betur. Um leið og við fáum vítíð náum við aðeins að anda og spila okkar fótbolta sem við viljum spila." 

Selfyssingar byrjuðu illa í deildinni og voru með 0 stig eftir 2 leiki. Var ekki gott að ná að tengja saman tvo sigra?

"Jú það er það, þetta var mjög svekkjandi í byrjun. Okkur fannst við alveg vera að spila vel, liðin voru ekkert að fá mikið af færum en þetta var bara klúður hjá okkur. Það var sterkt hjá liðinu að svekkja sig ekki meira á þessu, því við vitum að hverjum við stefnum og vissum að það væri hægt að vinna mikið í okkar leik. Og erum sáttar með að hafa rifið okkur upp þó við byrjuðum illa." 

Eins og mikið hefur verið fjallað um eru nokkrir leikmenn og lið í Pepsi-Max deildinni í sóttkví vegna Covid-19. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

"Aðaláhrifin eru að við erum að átta okkur á því hvað við erum heppnar að fá að spila þennan leik og hvað við þurfum að bæta okkur í sóttvörnum. Við erum að passa okkur ennþá meira að huga betur að því og taka þessu ekki sem sjálfsögðum hlut."

"Mér líður virkilega vel og ég er sátt á Selfossi, gaman að búa í litlum bæ þar sem allir þekkjast. Það er skemmtileg stemning og stelpurnar eru þægilegar og skemmtilegar og það er auðvelt að komast inn í hópinn" sagði Anna þegar hún var spurð út í lífíð í Selfossi.

Nánar er rætt við Önnu um áhrif Covid-19 á hópinn sem og lífið á Selfossi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner