Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 01. júlí 2020 22:00
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna Björk: Heppnar að fá að spila þennan leik
Kvenaboltinn
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Anna Björk, leikmaður Selfyssinga, var að vonum kát eftir leik:

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Selfoss

"Ég er mjög sátt með þetta, held að við getum tekið margt gott úr þessu, við spiluðum vel, færðum boltann vel á milli kanta, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur eitt, hefðum mátt sleppa því."

"Ég held að það sé stundum smá stress í byrjun, við þurfum að stjórna leikjum betur. Um leið og við fáum vítíð náum við aðeins að anda og spila okkar fótbolta sem við viljum spila." 

Selfyssingar byrjuðu illa í deildinni og voru með 0 stig eftir 2 leiki. Var ekki gott að ná að tengja saman tvo sigra?

"Jú það er það, þetta var mjög svekkjandi í byrjun. Okkur fannst við alveg vera að spila vel, liðin voru ekkert að fá mikið af færum en þetta var bara klúður hjá okkur. Það var sterkt hjá liðinu að svekkja sig ekki meira á þessu, því við vitum að hverjum við stefnum og vissum að það væri hægt að vinna mikið í okkar leik. Og erum sáttar með að hafa rifið okkur upp þó við byrjuðum illa." 

Eins og mikið hefur verið fjallað um eru nokkrir leikmenn og lið í Pepsi-Max deildinni í sóttkví vegna Covid-19. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

"Aðaláhrifin eru að við erum að átta okkur á því hvað við erum heppnar að fá að spila þennan leik og hvað við þurfum að bæta okkur í sóttvörnum. Við erum að passa okkur ennþá meira að huga betur að því og taka þessu ekki sem sjálfsögðum hlut."

"Mér líður virkilega vel og ég er sátt á Selfossi, gaman að búa í litlum bæ þar sem allir þekkjast. Það er skemmtileg stemning og stelpurnar eru þægilegar og skemmtilegar og það er auðvelt að komast inn í hópinn" sagði Anna þegar hún var spurð út í lífíð í Selfossi.

Nánar er rætt við Önnu um áhrif Covid-19 á hópinn sem og lífið á Selfossi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir