Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 01. júlí 2020 22:00
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna Björk: Heppnar að fá að spila þennan leik
Kvenaboltinn
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Anna Björk, leikmaður Selfyssinga, var að vonum kát eftir leik:

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Selfoss

"Ég er mjög sátt með þetta, held að við getum tekið margt gott úr þessu, við spiluðum vel, færðum boltann vel á milli kanta, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur eitt, hefðum mátt sleppa því."

"Ég held að það sé stundum smá stress í byrjun, við þurfum að stjórna leikjum betur. Um leið og við fáum vítíð náum við aðeins að anda og spila okkar fótbolta sem við viljum spila." 

Selfyssingar byrjuðu illa í deildinni og voru með 0 stig eftir 2 leiki. Var ekki gott að ná að tengja saman tvo sigra?

"Jú það er það, þetta var mjög svekkjandi í byrjun. Okkur fannst við alveg vera að spila vel, liðin voru ekkert að fá mikið af færum en þetta var bara klúður hjá okkur. Það var sterkt hjá liðinu að svekkja sig ekki meira á þessu, því við vitum að hverjum við stefnum og vissum að það væri hægt að vinna mikið í okkar leik. Og erum sáttar með að hafa rifið okkur upp þó við byrjuðum illa." 

Eins og mikið hefur verið fjallað um eru nokkrir leikmenn og lið í Pepsi-Max deildinni í sóttkví vegna Covid-19. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

"Aðaláhrifin eru að við erum að átta okkur á því hvað við erum heppnar að fá að spila þennan leik og hvað við þurfum að bæta okkur í sóttvörnum. Við erum að passa okkur ennþá meira að huga betur að því og taka þessu ekki sem sjálfsögðum hlut."

"Mér líður virkilega vel og ég er sátt á Selfossi, gaman að búa í litlum bæ þar sem allir þekkjast. Það er skemmtileg stemning og stelpurnar eru þægilegar og skemmtilegar og það er auðvelt að komast inn í hópinn" sagði Anna þegar hún var spurð út í lífíð í Selfossi.

Nánar er rætt við Önnu um áhrif Covid-19 á hópinn sem og lífið á Selfossi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner