Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 01. júlí 2020 22:00
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna Björk: Heppnar að fá að spila þennan leik
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Anna Björk, leikmaður Selfyssinga, var að vonum kát eftir leik:

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Selfoss

"Ég er mjög sátt með þetta, held að við getum tekið margt gott úr þessu, við spiluðum vel, færðum boltann vel á milli kanta, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur eitt, hefðum mátt sleppa því."

"Ég held að það sé stundum smá stress í byrjun, við þurfum að stjórna leikjum betur. Um leið og við fáum vítíð náum við aðeins að anda og spila okkar fótbolta sem við viljum spila." 

Selfyssingar byrjuðu illa í deildinni og voru með 0 stig eftir 2 leiki. Var ekki gott að ná að tengja saman tvo sigra?

"Jú það er það, þetta var mjög svekkjandi í byrjun. Okkur fannst við alveg vera að spila vel, liðin voru ekkert að fá mikið af færum en þetta var bara klúður hjá okkur. Það var sterkt hjá liðinu að svekkja sig ekki meira á þessu, því við vitum að hverjum við stefnum og vissum að það væri hægt að vinna mikið í okkar leik. Og erum sáttar með að hafa rifið okkur upp þó við byrjuðum illa." 

Eins og mikið hefur verið fjallað um eru nokkrir leikmenn og lið í Pepsi-Max deildinni í sóttkví vegna Covid-19. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

"Aðaláhrifin eru að við erum að átta okkur á því hvað við erum heppnar að fá að spila þennan leik og hvað við þurfum að bæta okkur í sóttvörnum. Við erum að passa okkur ennþá meira að huga betur að því og taka þessu ekki sem sjálfsögðum hlut."

"Mér líður virkilega vel og ég er sátt á Selfossi, gaman að búa í litlum bæ þar sem allir þekkjast. Það er skemmtileg stemning og stelpurnar eru þægilegar og skemmtilegar og það er auðvelt að komast inn í hópinn" sagði Anna þegar hún var spurð út í lífíð í Selfossi.

Nánar er rætt við Önnu um áhrif Covid-19 á hópinn sem og lífið á Selfossi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner