Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   sun 01. september 2019 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Fólk er að fá mikið fyrir peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fólk er að fá mikið fyrir peninginn í þessum leikjum hjá okkur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fylkir

Breiðablik komst í 4-0, en leikurinn endaði að lokum 4-3. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir Fylki.

„Það var drama í dag eins og búið er að vera undanfarið hjá okkur. Við vorum 2-0 undir gegn bæði Val og FH, en komum gríðarlega sterkir til baka. Í dag sýnum við gríðarlegan karakter og komumst í 4-0 og hefðum getað skorað fimm eða sex. Einhvern veginn atvikast það þannig að við hleypum andstæðingnum inn í leikinn."

„Við spilum 10 síðasta hálftímann eða hvað það var. Við hefðum í rauninni getað tapað tveimur stigum, en sem betur fer þá náðum við að halda þessum þremur og höldum þrýstingi á KR."

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppliði KR.

„Í undanförnum leikjum ætluðum við að tryggja okkur annað sætið, það er ekki alveg í höfn en það var markmiðið. Við ætlum að klára okkar leiki og sjá hvað KR gerir. Þeir eru í kjörstöðu."
Athugasemdir
banner
banner