Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 01. september 2019 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Fólk er að fá mikið fyrir peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fólk er að fá mikið fyrir peninginn í þessum leikjum hjá okkur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fylkir

Breiðablik komst í 4-0, en leikurinn endaði að lokum 4-3. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir Fylki.

„Það var drama í dag eins og búið er að vera undanfarið hjá okkur. Við vorum 2-0 undir gegn bæði Val og FH, en komum gríðarlega sterkir til baka. Í dag sýnum við gríðarlegan karakter og komumst í 4-0 og hefðum getað skorað fimm eða sex. Einhvern veginn atvikast það þannig að við hleypum andstæðingnum inn í leikinn."

„Við spilum 10 síðasta hálftímann eða hvað það var. Við hefðum í rauninni getað tapað tveimur stigum, en sem betur fer þá náðum við að halda þessum þremur og höldum þrýstingi á KR."

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppliði KR.

„Í undanförnum leikjum ætluðum við að tryggja okkur annað sætið, það er ekki alveg í höfn en það var markmiðið. Við ætlum að klára okkar leiki og sjá hvað KR gerir. Þeir eru í kjörstöðu."
Athugasemdir
banner
banner