Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 01. september 2019 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Fólk er að fá mikið fyrir peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fólk er að fá mikið fyrir peninginn í þessum leikjum hjá okkur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fylkir

Breiðablik komst í 4-0, en leikurinn endaði að lokum 4-3. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir Fylki.

„Það var drama í dag eins og búið er að vera undanfarið hjá okkur. Við vorum 2-0 undir gegn bæði Val og FH, en komum gríðarlega sterkir til baka. Í dag sýnum við gríðarlegan karakter og komumst í 4-0 og hefðum getað skorað fimm eða sex. Einhvern veginn atvikast það þannig að við hleypum andstæðingnum inn í leikinn."

„Við spilum 10 síðasta hálftímann eða hvað það var. Við hefðum í rauninni getað tapað tveimur stigum, en sem betur fer þá náðum við að halda þessum þremur og höldum þrýstingi á KR."

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppliði KR.

„Í undanförnum leikjum ætluðum við að tryggja okkur annað sætið, það er ekki alveg í höfn en það var markmiðið. Við ætlum að klára okkar leiki og sjá hvað KR gerir. Þeir eru í kjörstöðu."
Athugasemdir
banner
banner