Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 01. september 2019 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Fólk er að fá mikið fyrir peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fólk er að fá mikið fyrir peninginn í þessum leikjum hjá okkur," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fylkir

Breiðablik komst í 4-0, en leikurinn endaði að lokum 4-3. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir Fylki.

„Það var drama í dag eins og búið er að vera undanfarið hjá okkur. Við vorum 2-0 undir gegn bæði Val og FH, en komum gríðarlega sterkir til baka. Í dag sýnum við gríðarlegan karakter og komumst í 4-0 og hefðum getað skorað fimm eða sex. Einhvern veginn atvikast það þannig að við hleypum andstæðingnum inn í leikinn."

„Við spilum 10 síðasta hálftímann eða hvað það var. Við hefðum í rauninni getað tapað tveimur stigum, en sem betur fer þá náðum við að halda þessum þremur og höldum þrýstingi á KR."

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sjö stigum frá toppliði KR.

„Í undanförnum leikjum ætluðum við að tryggja okkur annað sætið, það er ekki alveg í höfn en það var markmiðið. Við ætlum að klára okkar leiki og sjá hvað KR gerir. Þeir eru í kjörstöðu."
Athugasemdir
banner
banner