banner
   mið 01. september 2021 08:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestir í 2. deild: Tveir Grenvíkingar
Guðni Sigþórsson
Guðni Sigþórsson
Mynd: Magni
Frosti Brynjólfsson
Frosti Brynjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leikmaður 18. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Guðni Sigþórsson, leikmaður Magna frá Grenivík.

„Hann skoraði þrennu á móti Reyni Sandgerði og pakkaði þeim saman. Hann er búinn að koma virkilega vel inn í þetta hjá Magna eftir að hann skipti yfir í glugganum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Ég er peppaður fyrir Magna í síðustu fjórum leikjunum. Þeir gætu komið bakdyra megin í alvöru toppbaráttu," sagði Óskar Smári.

Leikmaður 19. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka en hann er uppalinn í Magna.

„Þrátt fyrir að umræðan snérist um slæman rekstur félagsins þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir svöruðu vel fyrir ömurlegt gengi liðsins. Þeir tóku Fjarðabyggð sem voru búnir að vinna tvo leiki í röð og pökkuðu þeim saman 6-1 og Frosti var þar manna bestur," sagði Gylfi Tryggvason.

„Gerir þarna öfluga þrennu og fer fyrir liðinu í markaskorun og fleiru. Það væri gaman að sjá smá vakningu hjá Haukum í lokin, að mínu mati eru það Frosti og Tómas Leó sem munu leiða það." Sagði Sverrir Mar.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck (KF)
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
13. umferð: Völsungsliðið
14. umferð: Aron Óskar Þorleifsson (ÍR)
15. umferð: Ivan Prskalo (Reynir S.)
16. umferð: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Reynir Sandgerði)

Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Ástríðan - Stefnir allt í svakalegar lokaumferðir
Athugasemdir
banner
banner
banner