Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 01. desember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Alexandra: Allir ógeðslega spenntir að spila úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir ógeðslega spenntir að spila svona úrslitaleik. Þetta eru langskemmtilegustu leikirnir," sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, í viðtali á Twitter síðu KSÍ.

Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik í undankeppni EM í dag en sigur tryggir mögulega sæti á EM með bestan árangur í 2. sæti.

„Við vitum allar af því. Við förum með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það."

Alexandra vill sjá betri byrjun hjá íslenska liðinu í dag en gegn Slóvakíu í síðustu viku þar sem liðið var 1-0 undir í hálfleik.

„Við þurfum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekki að byrja þegar 45 mínútur eru búnar. Við þurfum að byrja frá fyrstu mínútu og klára 90+,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner