Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea tilbúið að losa sig við sex leikmenn
 Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Chelsea er tilbúið að losa sig við sex leikmenn eftir annasaman janúarglugga þar sem félagið eyddi gríðarlega háum fjárhæðum.

Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum og hópurinn er orðinn gríðarlega stór.

Samkvæmt Guardian þá eru alls sex leikmenn sem eru ekki í plönum félagsins og mega því fara. Hakim Ziyech er þar á meðal þó félagið hafi klúðrað því að leyfa honum að fara á gluggadeginum.

Christian Pulisic gæti einnig verið seldur en hann hefur ekki staðist væntingar á Stamford Bridge.

Þá eru Callum Hudson-Odoi, Pierre-Emerick Aubameyang og Mateo Kovacic einnig farið.

Að lokum er svo varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly nefndur, en það er athyglisvert í ljósi þess að hann var keyptur síðasta sumar. Koulibaly hefur ekki verið sérlega góður á þessu tímabili, bara alls ekki.
Athugasemdir
banner