Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 02. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea tilbúið að losa sig við sex leikmenn
Chelsea er tilbúið að losa sig við sex leikmenn eftir annasaman janúarglugga þar sem félagið eyddi gríðarlega háum fjárhæðum.

Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum og hópurinn er orðinn gríðarlega stór.

Samkvæmt Guardian þá eru alls sex leikmenn sem eru ekki í plönum félagsins og mega því fara. Hakim Ziyech er þar á meðal þó félagið hafi klúðrað því að leyfa honum að fara á gluggadeginum.

Christian Pulisic gæti einnig verið seldur en hann hefur ekki staðist væntingar á Stamford Bridge.

Þá eru Callum Hudson-Odoi, Pierre-Emerick Aubameyang og Mateo Kovacic einnig farið.

Að lokum er svo varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly nefndur, en það er athyglisvert í ljósi þess að hann var keyptur síðasta sumar. Koulibaly hefur ekki verið sérlega góður á þessu tímabili, bara alls ekki.
Athugasemdir
banner