Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 02. maí 2020 18:11
Arnar Daði Arnarsson
Aron Bjarnason lánaður í Val (Staðfest)
Aron í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Aron í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason sem er samningsbundinn Újpest Football club í Ungverjalandi kemur á lánssamningi til Vals út komandi leiktíð. Þetta kemur fram á Facebook síðu Vals.

Ujpest keypti Aron frá Breiðabliki síðastliðið sumar en hann lék frábærlega með Blikum fyrri hluta tímabils. Aron spilaði lítið með Ujpest síðustu vikurnar áður en keppni var hætt þar í landi vegna kórónaveirunnar.

Samtals kom Aron við sögu í sextán leikjum í ungversku úrvalsdeildinni í vetur en hann var í byrjunarliðinu í fimm þeirra.

Hinn 24 ára gamli Aron hefur áður leikið með Fram, ÍBV, Þrótti R. og Breiðabliki á Íslandi en hann hefur skorað 24 mörk í 113 leikjum í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner