Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA vill ekki refsa fyrir stuðning við George Floyd
Mynd: Getty Images
Fjórir leikmenn þýsku deildarinnar eru undir rannsókn hjá þýska knattspyrnusambandinu. Þeir nýttu stöðu sína sem atvinnumenn í knattspyrnu til að sýna stuðning við baráttu Bandaríkjamanna gegn kynþáttafordómum eftir að George Floyd var myrtur af lögreglu.

Stærsta verkefni rannsóknarnefndar knattspyrnusambandsins verður að meta hvort skilaboðin séu pólitísk eða ekki. Séu þau pólitísk gætu leikmenn átt refsingu yfir höfði sér.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, virðist ekki vilja að leikmönnum sé refsað og biður knattspyrnusambönd víða um heim að nota almenna skynsemi við ákvarðanatöku.

„FIFA skilur tilfinningar leikmanna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem áttu sér stað í George Floyd málinu," segir í yfirlýsingu frá FIFA.

„Hvert knattspyrnusamband fyrir sig þarf að framfylgja reglunum eftir bestu getu. Við hvetjum sambönd til þess að kynna sér málið til fulls og nota almenna skynsemi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner