Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
   fös 02. júní 2023 23:03
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Bað um að það yrði haldið í alla þessa leikmenn
Siggi Raggi ræðir stöðuna hjá Keflavík eftir 4 - 1 tap gegn Fram í kvöld.
Siggi Raggi ræðir stöðuna hjá Keflavík eftir 4 - 1 tap gegn Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum ekki nógu góðir í dag og hittum á Framarana á góðum degi fyrir þá," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

„Þeir eru mjög skapandi fram á við og sköpuðu usla. Mér fannst við líka fá á okkur mark á viðkvæmum tíma, 45 mínútu og förum inn svekktir í hálfleik. Við ætluðum að reyna að gera meira sóknarlega í seinni hálfleiknum og það kom smá andi þegar við skiptum þremur mönnum inná en komumst ekki lengra en að minnka muninn í 2 - 1 og fáum þá mark á okkur, skalla eftir horn, frír skalli og afskaplega einfalt mark. Fjórða markið var aukaspyrnu sem við vorum alveg sofandi. Þetta voru ódýr mörk, við erum ekki með mestu reynsluna og gæðin akkúrat núna en menn eru að gera mistök og læra. Við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna leiki í þessari deild," hélt hann áfram en hann talar eins og hann sé í þolinmæðisstarfi?

„Já auðvitað er það það, við spiluðum við Fram 29. október í Keflavík í fyrra og unnum þá 4 - 0. Það var einn leikmaður sem byrjaði inná hjá okkur. Allir hinir eru nýir hjá okkur eða voru ekki í þeim leik, en þrír varamenn tóku þátt í þeim leik svo það eru 14 leikmenn af 18 sem eru ekki hérna í dag. Við erum með fjóra lykilmenn meidda sem munar mjög miklu fyrir okkur, sérstaklega sóknarlega að hafa ekki Sami Kamel okkar markahæsta og sennilega besta leikmann með. Sama má segja með Nacho og Dag Valsson sem hefur verið að skora og leggja upp fyrir okkur. Þá vantar alla en ég reyni að einbeita mér að þeim sem eru í liðinu hverju sinni en það var of margt sem sem var ekki í góðu lagi í dag því miður."

Hvernig hafðir þú þolinmæði í vetur að halda áfram þegar það fóru svona margir frá félaginu?

„Það var bara erfitt og pirrandi. Ég bað um að það yrði haldið í alla þessa leikmenn og byrjaði að tala um það 8-9 mánuðum eða meira áður en þeir fóru. Það var bara ekki til fjármagn til að halda þeim og sumir vildu fara. Sumir fóru í atvinnumennsku og einn var á láni sem fór til baka, Adam Páls. Svo var Patrik seldur til að gera upp árið svo það endaði á núlli. Það er slæmt ef við þurfum að gera það en við töpuðum baráttunni utan vallar í fyrra. Við náum ekki fjárhagslega að keppa nógu vel við að halda okkar bestu mönnum, og laða til okkar bestu mennina sem eru á lausu. Þá erum við að fara í útlendinga og fá þá seint. Þeir útlendingar sem við fengum komu seint og höfðu ekki spilað lengi, komu ekki í toppstandi inn í mótið og við lendum mikið í meiðslum og annað."

Varstu sjálfur að íhuga að bakka út fyrst þetta gekk svona?

„Nei ég var nú ekki að gera það, en hver veit hvað farmtíðin ber í skauti sér. Ég er ekki búinn að gefast upp en maður veit það sem fótboltaþjálfari að það er ákvörðun stjórnar hverju sinni hvort maður haldi áfram með liðið og hvenær. Ég er með ótímabundinn samning og þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og venjulegur starfsmaður. Mér finnst margt hafa gengið vel en það er mótbyr núna." 

Nánar er rætt við Sigga Ragga í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner