De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   fös 02. júní 2023 23:03
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Bað um að það yrði haldið í alla þessa leikmenn
watermark Siggi Raggi ræðir stöðuna hjá Keflavík eftir 4 - 1 tap gegn Fram í kvöld.
Siggi Raggi ræðir stöðuna hjá Keflavík eftir 4 - 1 tap gegn Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum ekki nógu góðir í dag og hittum á Framarana á góðum degi fyrir þá," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

„Þeir eru mjög skapandi fram á við og sköpuðu usla. Mér fannst við líka fá á okkur mark á viðkvæmum tíma, 45 mínútu og förum inn svekktir í hálfleik. Við ætluðum að reyna að gera meira sóknarlega í seinni hálfleiknum og það kom smá andi þegar við skiptum þremur mönnum inná en komumst ekki lengra en að minnka muninn í 2 - 1 og fáum þá mark á okkur, skalla eftir horn, frír skalli og afskaplega einfalt mark. Fjórða markið var aukaspyrnu sem við vorum alveg sofandi. Þetta voru ódýr mörk, við erum ekki með mestu reynsluna og gæðin akkúrat núna en menn eru að gera mistök og læra. Við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna leiki í þessari deild," hélt hann áfram en hann talar eins og hann sé í þolinmæðisstarfi?

„Já auðvitað er það það, við spiluðum við Fram 29. október í Keflavík í fyrra og unnum þá 4 - 0. Það var einn leikmaður sem byrjaði inná hjá okkur. Allir hinir eru nýir hjá okkur eða voru ekki í þeim leik, en þrír varamenn tóku þátt í þeim leik svo það eru 14 leikmenn af 18 sem eru ekki hérna í dag. Við erum með fjóra lykilmenn meidda sem munar mjög miklu fyrir okkur, sérstaklega sóknarlega að hafa ekki Sami Kamel okkar markahæsta og sennilega besta leikmann með. Sama má segja með Nacho og Dag Valsson sem hefur verið að skora og leggja upp fyrir okkur. Þá vantar alla en ég reyni að einbeita mér að þeim sem eru í liðinu hverju sinni en það var of margt sem sem var ekki í góðu lagi í dag því miður."

Hvernig hafðir þú þolinmæði í vetur að halda áfram þegar það fóru svona margir frá félaginu?

„Það var bara erfitt og pirrandi. Ég bað um að það yrði haldið í alla þessa leikmenn og byrjaði að tala um það 8-9 mánuðum eða meira áður en þeir fóru. Það var bara ekki til fjármagn til að halda þeim og sumir vildu fara. Sumir fóru í atvinnumennsku og einn var á láni sem fór til baka, Adam Páls. Svo var Patrik seldur til að gera upp árið svo það endaði á núlli. Það er slæmt ef við þurfum að gera það en við töpuðum baráttunni utan vallar í fyrra. Við náum ekki fjárhagslega að keppa nógu vel við að halda okkar bestu mönnum, og laða til okkar bestu mennina sem eru á lausu. Þá erum við að fara í útlendinga og fá þá seint. Þeir útlendingar sem við fengum komu seint og höfðu ekki spilað lengi, komu ekki í toppstandi inn í mótið og við lendum mikið í meiðslum og annað."

Varstu sjálfur að íhuga að bakka út fyrst þetta gekk svona?

„Nei ég var nú ekki að gera það, en hver veit hvað farmtíðin ber í skauti sér. Ég er ekki búinn að gefast upp en maður veit það sem fótboltaþjálfari að það er ákvörðun stjórnar hverju sinni hvort maður haldi áfram með liðið og hvenær. Ég er með ótímabundinn samning og þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og venjulegur starfsmaður. Mér finnst margt hafa gengið vel en það er mótbyr núna." 

Nánar er rætt við Sigga Ragga í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner