Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 02. júlí 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Hakimi til Inter frá Real Madrid (Staðfest)
Ítalska félagið Inter hefur keypt hægri bakvörðinn Achraf Hakimi frá Real Madrid.

Kaupverðið hljóðar upp á 40 milljónir evra (36 milljónir punda) en fimm milljónir evra gætu bæst við síðar meir.

Hinn 21 árs gamli Hakimi skrifaði undir fimm ára samning hjá Inter.

Hakimi hefur verið undanfarin tvö ár í láni hjá Borussia Dortmund en hann er landsliðsmaður Marokkó.
Athugasemdir
banner