Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 02. júlí 2022 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Karólína: Get verið í marki ef Steini setur mig þangað
Icelandair
Karólína tekur mynd með aðdáendum sínum.
Karólína tekur mynd með aðdáendum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, spjallaði við fréttamann Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í Þýskalandi í kvöld.

Landsliðið er þar í æfingabúðum fyrir Evrópumótið sem er framundan.

„Það er alltaf eins gaman og hægt er að fara í landsliðið með öllum þessum góðu vinkonum. Þetta er bara geggjað teymi finnst mér," segir Karólína.

Hún fékk nýtt hlutverk í æfingaleik gegn Póllandi á dögunum þar sem hún varð af miðsvæðinu - þar sem hún hefur spilað gríðarlega vel - og út á kant.

„Það var ryð í sömum leikmönnum og nokkrir leikmenn sem höfðu ekki spilað lengi. Það var venjulegt að fyrri hálfleikur hafi verið smá strembinn. Svo féll þetta með okkur í seinni hálfleik."

„Ég er alltaf glöð þegar ég er inn á. Það var langt síðan maður spilaði (fyrir leikinn á móti Póllandi), kannski smá ryð en maður reynir alltaf að hjálpa liðinu eins og maður getur. Þetta er klárlega öðruvísi hlutverk en ég tek því svo sem alveg. Ég hef spilað þessa stöðu áður. Þetta er ekki súrt, þetta er öðruvísi. Ég reyni að nýta mína krafta þar eins og ég geri á miðjunni."

„Ég tek öllum stöðum. Ég get verið í marki ef Steini setur mig þangað," sagði Karólína létt.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner