Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. ágúst 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney segir að Sir Alex hafi spilað vitlausa taktík
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hefur gagnrýnt þær leikaðferðir sem Sir Alex Ferguson notaði í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar 2009 og 2011.

Í þessum úrslitaleikjum mætti Man Utd ógnarsterku liði Barcelona sem lék undir stjórn Pep Guardiola með leikmenn eins og Lionel Messi, Andres Iniesta og Xavi.

United tapaði úrslitaleikjunum báðum sannfærandi og Rooney segir í pistli sínum fyrir Times að Sir Alex hafi ekki farið með rétta taktík inn í leikina.

„Það er alltaf erfitt fyrir lið eins og Real Madrid að fara inn í leik og gefa boltann eftir. Það er það sama fyrir United," skrifar Rooney. „En við töpuðum tveimur úrslitaleikjum gegn Barcelona þar sem við pressuðum hátt og reyndum að spila í kringum þá."

„Ég man að Sir Alex Ferguson sagði: 'Við erum United og við munum sækja, það er í kúltúr þessa félags'. Ég held að allir leikmennirnir hafi vitað innst inni að það var rangt að gera það og í bæði skiptin vorum við yfirspilaðir."

„Að mínu mati skiptir það ekki máli hvernig þú spilar í þessum stóru Meistaradeildarleikjum, svo lengi sem þú vinnur."
Athugasemdir
banner
banner
banner