Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 02. ágúst 2021 22:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Virkilega stoltur af mínum mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld unnu Breiðablik frábæran sigur á Víkingum 4-0 í Pepsi-Max deild karla. Jason Daði skoraði fyrstu tvö svo bættu Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson.

"Ég er auðvitað bara mjög sáttur, það tók okkur smá tíma að byrja leikinn en eftir að við fundum taktinn kannski frá mínútu 15 þá fannst mér við virkilega flottir og ég er virkilega stoltur af mínum mönnum fyrir frammistöðuna"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Horfði Óskar á þennan leik þannig að Blikar þurftu að vinna til að halda sér í toppbaráttunni?

"Nei ég gerði það ekki en ég skil þig alveg að það var auðvelt að það var hægt að setja þetta upp sem must win leik en við gerðum það ekki, aðal málið fyrir okkur var að byggja ofan á góðar frammistöður í síðustu leikjum og halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilaði. Það hélst í hendur í dag, góð frammistaða og góð úrslit en það gerir það ekki alltaf, það hélst ekki í hendur gegn Keflavík en ég er bara mjög ánægður með þetta"

Hvernig horfir Óskar á þennan leik miðað við tapið í fyrri leiknum?

" Mér fannst þetta ólíkt þeim leik, við vorum ekki í takti í þeim leik, við vorum aðeins litlir í okkur og ekki með mikið sjálfstraust og það var taktleysi í spilinu hjá okkur. Í dag var bara annað upp á teningnum, liðið er búið að taka stór skref fram á við og mér fannst frammistaðan í dag sýna það þannig ég held að það sé aðal munurinn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um stöðu Alexanders Helga sem fór meiddur út af og komandi evrópuleiki gegn Aberdeen.
Athugasemdir
banner