Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 02. október 2023 22:28
Kári Snorrason
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Eggert Aron Guðmundsson (2) og Hilmar Árni Halldórsson. Eggert mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

„Þetta var ógeðslega gaman að fá Íslands- og bikarmeistarana hingað og sýna „Who´s the boss".
Við gáfum of mikið af færum og þeir voru ekki á þeirra degi í dag. Við spiluðum frábærlega þegar við áttum okkar kafla."


Seinna mark Eggerts var einstaklega fallegt

„Ég bjóst ekki við að ég ætti þetta í vinstri fætinum en síðan kom mómentið og bara bæng."

Rætt var um í hlaðvarpinu Dr. Football að Eggert væri að sjá um föst leikatriði Stjörnunnar. Eggert sagði auðvitað frá því í viðtali við Fótbolta.net sem nálgast má í spilaranum neðst. Þar fór hann ítarlega yfir hvernig það kom til að hann fékk það hlutverk.

„Já það er rétt. Við vorum ekki að gera nógu vel úr föstum leikatriðum í byrjun tímabils og ég var spurður hvort ég vildi taka við þessu og ég tók það að mér með stolti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Eggert Aron - Ákvörðunin
Athugasemdir
banner