Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
   mán 02. október 2023 22:28
Kári Snorrason
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Eggert Aron Guðmundsson (2) og Hilmar Árni Halldórsson. Eggert mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

„Þetta var ógeðslega gaman að fá Íslands- og bikarmeistarana hingað og sýna „Who´s the boss".
Við gáfum of mikið af færum og þeir voru ekki á þeirra degi í dag. Við spiluðum frábærlega þegar við áttum okkar kafla."


Seinna mark Eggerts var einstaklega fallegt

„Ég bjóst ekki við að ég ætti þetta í vinstri fætinum en síðan kom mómentið og bara bæng."

Rætt var um í hlaðvarpinu Dr. Football að Eggert væri að sjá um föst leikatriði Stjörnunnar. Eggert sagði auðvitað frá því í viðtali við Fótbolta.net sem nálgast má í spilaranum neðst. Þar fór hann ítarlega yfir hvernig það kom til að hann fékk það hlutverk.

„Já það er rétt. Við vorum ekki að gera nógu vel úr föstum leikatriðum í byrjun tímabils og ég var spurður hvort ég vildi taka við þessu og ég tók það að mér með stolti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Eggert Aron - Ákvörðunin
Athugasemdir
banner
banner
banner