Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 03. júní 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með 2-0 tapið gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en liðin áttust við á Ísafirði. Hann fór yfir rauða spjaldið hjá Robert Blakala og stóra þvaglátsmálið.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Njarðvík varð fyrir mikilli blóðtöku eftir aðeins nítján mínútur en Robert Blakala, markvörður liðsins, fékk þá rauða spjaldið eftir að hann hljóp út fyrir teig til að taka á móti löngum bolta en misreiknaði skoppið og ákvað í staðinn að grípa hann með báðum höndum.

Bæði mörk Vestra komu eftir fast leikatriði en Arnar var svekktur með það.

„Svekktur og óánægður eins og við allir. Ég held að þú hafir orðað þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst en það gerðist og við urðum að díla við það. Það var erfið staða sem við vorum komnir í eftir nítján eða tuttugu mínútur og þurftum að vinna úr því. Til að bæta enn á óhamingju okkar var að á mark á okkur eftir horn. Þangað til á síðustu 10-15 mínútunum þegar við vorum farnir að leggja meira í að fara framar. Þeir hefðu getað spilað hérna þrjá daga samfellt án þess að skora úr opnum leik.“

Hann ræddi þá stóra þvaglátsmálið sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sakaði leikmann Njarðvíkur um að hafa migið á völlinn. Arnar kannast ekkert við það.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er yfirleitt að fylgjast með því sem er í gangi í leiknum og þarna var ég að fara yfir færslurnar hjá okkur varnarlega. Ég veit það ekki en þeir voru voða reiðir og æstir en ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir