Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 03. júní 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með 2-0 tapið gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en liðin áttust við á Ísafirði. Hann fór yfir rauða spjaldið hjá Robert Blakala og stóra þvaglátsmálið.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Njarðvík varð fyrir mikilli blóðtöku eftir aðeins nítján mínútur en Robert Blakala, markvörður liðsins, fékk þá rauða spjaldið eftir að hann hljóp út fyrir teig til að taka á móti löngum bolta en misreiknaði skoppið og ákvað í staðinn að grípa hann með báðum höndum.

Bæði mörk Vestra komu eftir fast leikatriði en Arnar var svekktur með það.

„Svekktur og óánægður eins og við allir. Ég held að þú hafir orðað þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst en það gerðist og við urðum að díla við það. Það var erfið staða sem við vorum komnir í eftir nítján eða tuttugu mínútur og þurftum að vinna úr því. Til að bæta enn á óhamingju okkar var að á mark á okkur eftir horn. Þangað til á síðustu 10-15 mínútunum þegar við vorum farnir að leggja meira í að fara framar. Þeir hefðu getað spilað hérna þrjá daga samfellt án þess að skora úr opnum leik.“

Hann ræddi þá stóra þvaglátsmálið sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sakaði leikmann Njarðvíkur um að hafa migið á völlinn. Arnar kannast ekkert við það.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er yfirleitt að fylgjast með því sem er í gangi í leiknum og þarna var ég að fara yfir færslurnar hjá okkur varnarlega. Ég veit það ekki en þeir voru voða reiðir og æstir en ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner