Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   lau 03. júní 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með 2-0 tapið gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en liðin áttust við á Ísafirði. Hann fór yfir rauða spjaldið hjá Robert Blakala og stóra þvaglátsmálið.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Njarðvík varð fyrir mikilli blóðtöku eftir aðeins nítján mínútur en Robert Blakala, markvörður liðsins, fékk þá rauða spjaldið eftir að hann hljóp út fyrir teig til að taka á móti löngum bolta en misreiknaði skoppið og ákvað í staðinn að grípa hann með báðum höndum.

Bæði mörk Vestra komu eftir fast leikatriði en Arnar var svekktur með það.

„Svekktur og óánægður eins og við allir. Ég held að þú hafir orðað þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst en það gerðist og við urðum að díla við það. Það var erfið staða sem við vorum komnir í eftir nítján eða tuttugu mínútur og þurftum að vinna úr því. Til að bæta enn á óhamingju okkar var að á mark á okkur eftir horn. Þangað til á síðustu 10-15 mínútunum þegar við vorum farnir að leggja meira í að fara framar. Þeir hefðu getað spilað hérna þrjá daga samfellt án þess að skora úr opnum leik.“

Hann ræddi þá stóra þvaglátsmálið sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sakaði leikmann Njarðvíkur um að hafa migið á völlinn. Arnar kannast ekkert við það.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er yfirleitt að fylgjast með því sem er í gangi í leiknum og þarna var ég að fara yfir færslurnar hjá okkur varnarlega. Ég veit það ekki en þeir voru voða reiðir og æstir en ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir
banner