Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 03. júlí 2020 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Það var þvílík orka í okkar mönnum
Jói Kalli sótti þrjú stig á Hlíðarenda.
Jói Kalli sótti þrjú stig á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær úrslit í dag á móti virkilega góðu Valsliði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við gerðum þeim virkilega erfitt fyrir og ég er mjög ánægður með það."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 ÍA

Hvað var það sem skilaði þessum sigri? „Við ætluðum eins og við gætum að pressa Valsarana hátt á vellinum og þvinga þá í langa bolta. Það var þvílík orka í okkar mönnum, sérstaklega þessum fremstu. Það sem maður er ánægður að sjá eru gæðin í þessum strákum þegar þeir eru að fara í sóknirnar og þessi mörk sem við skorum eru alveg geggjað."

„Við ætluðum að koma inn í þetta verkefni, eins og önnur verkefni hingað til, óhræddir. Að spila á okkar forsendum en reyna að verjast aðeins betur en við höfum gert. Við gerðum það framarlega á vellinum, en þegar leið á leikinn vorum við mjög góðir að loka á svæðin sem Valsararnir vilja komast í."

„Við erum með mjög flottan hóp, vel mannaðan og mikið af ungum strákum. Þeir þurfa að fá að gera sín mistök inn í því sem við erum að gera. Við ætlum að sýna því þolinmæði. Þeir eru að bæta sig og við erum sáttir með hópinn."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner