Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 03. september 2011 22:07
Karitas Þórarinsdóttir
Elínborg gaf viðtal í sturtunni með stelpunum
Kvenaboltinn
Eyjastúlkur fagna í kvöld.
Eyjastúlkur fagna í kvöld.
Mynd: Eyjafréttir
Elínborg Ingvarsdóttir miðjumaður ÍBV var komin í sturtu þegar Fótbolti.net falaðist eftir viðtali við hana eftir 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í dag. Þrátt fyrir það var hún klár í viðtal og bauð Fótbolta.net með í sturtu til að taka viðtalið.

„Þetta var virkilega flott hjá okkur, ég er virkilega ánægð með stelpurnar, allar," sagði Elínborg í spjalli við Fótbolta.net í sturtunni en þegar hún var spurð hvað mætti betur fara var hún trufluð í viðtalinu af öðrum leikmönnum í sturtunni sem vildu lánað sjampóið hennar. Hún hélt þó áfram að svara.

„Kannski hefðum við mátt pressa þær aðeins betur og halda víddinni betur. En annars börðumst við bara vel og þetta var flott hjá okkur."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, þéttum á miðjunni og bökkuðum aðeins."


ÍBV mætir Val í næsta leik og um það verkefni sagði Elínborg.

„Já, síðasti leikurinn og við ætlum bara að bæta stigum við og klára þetta bara með stæl. Það er gaman að klára þetta með vinningsleik og taka svo á því um kvöldið."
banner
banner