Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. október 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perez vill Ofurdeild - „Fótboltinn er veikur"
Mynd: Getty Images

Það kom upp heit umræða á síðasta ári um Ofurdeild í Evrópu þar sem sterkustu lið álfunnar myndu sameinast í eina deild.

Það var mikil reiði í garð Ofurdeildarinnar og mörg lið drógu sig úr þessu.


Real Madrid er hins vegar eitt af félögunum sem heldur þessu á lofti og Florentino Perez forseti félagsins segir að fótboltinn sé orðinn veikur.

„Til að leysa vandamál þarftu fyrst að átta þig á því að það sé vandamál. Okkar ástkæra íþrótt er veik, hún er að tapa forystu sinni sem alheims íþrótt," sagði Perez.

Hann furðar sig á því að Real Madrid og Liverpool ein sigursælustu lið Evrópu og í heimalandinu hafi aðeins mæst níu sinnum á síðustu 67 árum.

„Í tennis hafa Rafael Nadal og Roger Federer mæst 40 sinnum á 15 árum. Nadal og Novak Djokovic hafa mæst 59 sinnum á 16 árum. Er það leiðinlegt? Þessar sögulegu viðureignir hafa stækkað tennis í heild," sagði Perez.


Athugasemdir
banner
banner
banner