Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 03. október 2023 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velur Age sjóðheitan Andra Lucas? - „Er fáránlega góður"
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen hefur skorað í fimm leikjum í röð ef horft er í U21 landsliðið með og alls sjö mörk í síðustu sjö leikjum. Hann hefur verið sjóðandi heitur.

Landsliðshópurinn fyrir leiki núna í október verður tilkynntur á morgun en það verður að teljast ansi líklegt að Andri verði í hópnum eftir að hafa spilað frábærlega með félagsliði sínu.

Er hann sjálfur að búast við því að vera valinn?

„Það kemur bara í ljós. Ég er með stórt hlutverk í U21 landsliðinu og var fyrirliði þar gegn Tékklandi þar sem við náðum í mikilvæg þrjú stig," sagði sóknarmaðurinn öflugi.

„Ég fer í hvaða verkefni sem er, hvort sem það er U21 eða A-landsliðið, með fullan metnað. Það er gaman að geta spilað fyrir A-landsliðið."

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, var spurður út í Andra í viðtali eftir leikinn í gær. „Hann er sjóðandi heitur og er fáránlega góður. Akkúrat það sem ég vissi að væri í honum. Ég sagði við hann á einhverjum tímapunkti að við þyrftum að taka því rólega, ná þessu á þremur mánuðum eða kannski sex. Það tók þrjá daga. Þetta eru ekki bara mörkin, öll vinnan sem hann leggur á sig, hvernig hann heldur í boltann, er geggjaður í loftinu og strákarnir elska að spila með honum. Þetta er meiriháttar."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Það var tekið eftir sigur Lyngby gegn OB í gær.
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner