Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 04. mars 2024 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Lengjudeildin
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir í leik með Val á síðasta tímabili.
Birkir í leik með Val á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Þór í vetur.
Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Þór í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gæti ekki verið ánægðari með það. Þetta er búið að vera í hausnum á manni lengi. Þegar Siggi Höskulds er kominn norður og vill fá mann, þá er það ekki spurning," segir Birkir Heimisson, nýjasti leikmaður Þórs, í samtali við Fótbolta.net.

Það má segja að þessi félagaskipti hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem Birkir hefur verið að spila ágætis hlutverk í Valsliðinu síðustu ár.

Settu allan sinn þunga í þetta
Birkir er uppalinn í Þór en félagið seldi hann til Heerenveen í Hollandi árið 2016 en hann sneri aftur heim til Íslands árið 2020 og samdi við Val. Þar hefur hann leikið síðan. Núna er hann mættur aftur hem á Akureyri.

„Í byrjun síðustu viku og alla vikuna þá vissi ég ekkert af þessu. Svo kemur tilboð á föstudeginum og ég sagði eiginlega bara já við því strax. Ég þurfti að tala við kærustu mína þar sem við eigum von á barni á næstu dögum. Þegar ég fékk grænt ljós frá henni þá var þetta ekki spurning."

„Þeir settu allan sinn þunga í þetta og þetta bara mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera í Val í fimm ár og það var frábær tími. Ég held að þetta verði hrikalega gaman fyrir norðan. Það var heiður að fá að spila fyrir Val en maður hefði alltaf viljað fá að spila aðeins meira. Núna er kominn tími á að prófa nýtt."

Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er að fara
Þórsarar hafa unnið alla sína leiki í vetur og líta vel út. Hvernig líst Birki á það verkefni sem er í gangi í Þorpinu?

„Ég er bara mjög spenntur fyrir því. Siggi er toppþjálfari og hann er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég er að fara. Hann kann að smíða saman lið og er búinn að koma þeim í hörkustand. Svo er það undir okkur komið að gera eins vel og við getum í sumar."

Þór hefur nokkuð oft reynt að fá Birki heim en það tókst núna. Stór ástæða fyrir því að er Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við liðinu. Birkir þekkir Sigga vel frá tíma sínum í Val en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili.

„Hann var aðstoðarþjálfari hjá Val í fyrra. Mér leist alltaf mjög vel á hann og ég átti alltaf gott samband við hann. Þetta var bara ekki spurning."

Formaðurinn var þá fremstur í flokki
Birkir segist hafa fylgst vel með Þórsliðinu síðustu árin en liðið hefur leikið samfleytt í Lengjudeildinni frá 2015. Núna er kominn tími á að fara upp aftur í Bestu deildina.

„Þetta er alltaf búið að vera eitthvað miðjumoð. Ég held að það sé kominn á að fara að gera þetta af alvöru núna og við ætlum að gera það," segir Birkir og bætti léttur við: „Ég held að formaðurinn (Sveinn Elías Jónsson) hafi þá verið fremstur í flokki (þegar Þór spilaði síðast í efstu deild). Ég held að hann yrði glaður að sjá eitthvað gerast í þessum málum."
Athugasemdir
banner
banner