Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 04. maí 2021 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 3. sæti
Aftureldingu er spáð 3. sæti í Lengjudeildinni
Aftureldingu er spáð 3. sæti í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sesselja Líf fyrirliði verður í lykilhlutverki
Sesselja Líf fyrirliði verður í lykilhlutverki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron stýrir Aftureldingu
Alexander Aron stýrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3. Afturelding
4. Grótta
5. Haukar
6. Augnablik
7. Víkingur
8. HK
9. ÍA
10. Grindavík

Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfarar: Alexander Aron Davorsson tók við Aftureldingu um mitt síðasta sumar en áður var hann aðstoðarþjálfari liðsins. Reynsluboltarnir Ruth Þórðar Þórðardóttir og Bjarki Már Sverisson eru honum til aðstoðar.

Styrkleikar: Þjálfarateymið er öflugt og vel mannað. Það er gott jafnvægi í liðinu sem verður auk íslensku leikmannanna með öfluga erlenda leikmenn sem munu styrkja liðið mikið.

Veikleikar: Liðið hefur mátt mynda meiri gryfju á heimavelli, lið sem ætlar sér stóra hluti verður að vinna nánast alla ef ekki alla leiki heima.

Lykilmenn: Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Olivia Sheppard.

Gaman að fylgjast með: Elena Brynjarsdóttir og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir. Elena sýndi góða takta í bakverðinum síðasta sumar og var frábær upp og niður vænginn. Ragna Guðrún er svo ofboðslega tæknilega góður leikmaður sem er alltaf gaman að horfa á spila.

Við heyrðum í Alexander þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem er framundan:

Hvað finnst þér um að vera spáð 3. sætinu og kemur það á óvart?

„Þriðja sætið er bara fínt held ég. Það kemur mér svo sem ekkert á óvart eftir gengið í vetur og seinni hluta tímabilsins í fyrra. Svona spár eru auðvitað bara til gamans gerðar og hjálpa til við að byggja upp deildina”

„Hvað markmið varðar þá er það aldrei flókið í keppnisíþróttum. Það eru í raun bara tvö sæti sem koma til greina fyrir okkur í sumar og það eru efstu tvö sætin.”


Er leikmannahópur Aftureldingar mikið breyttur?

„Kjarni leikmannahópsins er svipaður og í fyrra en við höfum styrkt liðið með öflugum leikmönnum. Auk þess hafa leikmenn tekið mikil framfararskref í vetur sem mun koma í ljós í sumar.”

Hvernig áttu von á að deildin spilist?

„Ég á von á sterkri deild í sumar. Fullt af öflugum liðum og þjálfurum með mikla reynslu. Við einbeitum okkur aðallega að okkur sjálfum og munum koma til með að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta.”

Komnar:
Jade Arianna Gentile
Signý Lára Bjarnadóttir frá Fylki
Anna Kolbrún Ólafsdóttir frá Fylki
Olivia Marie Sheppard
Halla Margrét Hinriksdóttir frá Víkingi

Farnar:

Fyrstu leikir Aftureldingar:
6. maí Afturelding - Grindavík
12. maí Víkingur - Afturelding
22. maí Afturelding - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner