Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 04. júní 2015 21:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Ástæða fyrir því að þeir starta
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við getum sagt það að það er ástæða fyrir því að þeir eru að starta þessir gaurar," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann 3-1 útisigur gegn 4. deildarliðinu KFG í bikarnum. Varamennirnir Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunnlaugsson komu inn og sáu til þess að Blikarnir lönduðu sigri.

Kópavogsliðið náði lítið að skapa sér gegn þéttum varnarmúr KFG. Staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og þá gerði Arnar tvöfalda skiptingu með tilætluðum árangri.

„Ég er sáttur við að við höfum komist áfram og ég gat gefið mörgum tækifæri. Ákveðnir aðilar stóðu sig vel en aðrir minntu minna á sig," sagði Arnar en hann tefldi nánast fram „varaliði" í kvöld.

„Ég veit að við getum miklu meira. Mér fannst strákarnir of fljótir að pirra sig á vellinum og það var eins og menn hefðu ekki gaman að því að spila. Menn þurfa að njóta sín þegar þeir spila fótbolta."

„Við erum með stóran leikmannahóp og gott að geta hvílt menn. Það er erfiður leikur gegn Leikni á sunnudag. Ég hef séð Leiknismenn í síðustu leikjum og þeir eru með hörkulið."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner