Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 04. júní 2015 21:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Ástæða fyrir því að þeir starta
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við getum sagt það að það er ástæða fyrir því að þeir eru að starta þessir gaurar," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann 3-1 útisigur gegn 4. deildarliðinu KFG í bikarnum. Varamennirnir Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunnlaugsson komu inn og sáu til þess að Blikarnir lönduðu sigri.

Kópavogsliðið náði lítið að skapa sér gegn þéttum varnarmúr KFG. Staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og þá gerði Arnar tvöfalda skiptingu með tilætluðum árangri.

„Ég er sáttur við að við höfum komist áfram og ég gat gefið mörgum tækifæri. Ákveðnir aðilar stóðu sig vel en aðrir minntu minna á sig," sagði Arnar en hann tefldi nánast fram „varaliði" í kvöld.

„Ég veit að við getum miklu meira. Mér fannst strákarnir of fljótir að pirra sig á vellinum og það var eins og menn hefðu ekki gaman að því að spila. Menn þurfa að njóta sín þegar þeir spila fótbolta."

„Við erum með stóran leikmannahóp og gott að geta hvílt menn. Það er erfiður leikur gegn Leikni á sunnudag. Ég hef séð Leiknismenn í síðustu leikjum og þeir eru með hörkulið."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner