Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 04. júní 2023 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael fór meiddur af velli - Landsleikirnir í hættu?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikael Neville Anderson lék 60 mínútur í 3-3 jafntefli AGF og Bröndby í lokaumferð dönsku deildarinnar í dag.


Hann var í byrjunarliðinu en fór af velli vegna meiðsla en íslenska landsliðið leikur tvo landsleiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM eftir tvær vikur.

Meiðslin gætu verið þess eðlis að hann verði ekki klár í slaginn fyrir landsleikina en Age Hareide kynnir sinn fyrsta landsliðshóp næstkomandi þriðjudag.

Mikael skoraði 5 mörk og lagði upp eitt í 26 leikjum fyrir AGF sem tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni eftir dramatíska endurkomu í lokaumferðinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner