Mikael Neville Anderson lék 60 mínútur í 3-3 jafntefli AGF og Bröndby í lokaumferð dönsku deildarinnar í dag.
Hann var í byrjunarliðinu en fór af velli vegna meiðsla en íslenska landsliðið leikur tvo landsleiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM eftir tvær vikur.
Meiðslin gætu verið þess eðlis að hann verði ekki klár í slaginn fyrir landsleikina en Age Hareide kynnir sinn fyrsta landsliðshóp næstkomandi þriðjudag.
Mikael skoraði 5 mörk og lagði upp eitt í 26 leikjum fyrir AGF sem tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni eftir dramatíska endurkomu í lokaumferðinni í dag.
Athugasemdir