Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   lau 04. júlí 2020 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Norwich og Brighton: Heimamenn þurfa sigur
Fyrsti leikur dagsins af fjórum í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 11:30 þegar Norwich tekur á móti Brighton á Carrow Road.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport og er um að ræða eitt af lokatækifærum Norwich til að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Liðið er sex stigum frá næstu liðum og sjö stigum frá öruggu sæti.

Norwich hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum eftir Covid-hlé, einn þeirra var í bikarnum gegn Man Utd. Brighton hefur sigrað einn, tapað einum og gert eitt jafntefli. Brighton vann fyrri leik liðanna í vetur, 2-0.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Man Utd í vikunni. Neal Maupay, Adam Webster, Aaron Mooy og Leandro Trossard koma inn í liðið.

Daniel Farke, stjóri Norwich, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Arsenal í vikunni. Timm Klose, Ondrej Duda, Onel Hernandez og Josip Drmic koma allir inn í liðið. Teemu Pukki byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Godfrey, Tettey, Lewis, Buendia, McLean, Klose, Duda, Hernandez, Drmic.

(Varamenn: McGovern, Rupp, Vrancic, Cantwell, Stiepermann, Trybull, Pukki, Idah og Martin)

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Webster, Trossard, Dunk, Burn, Lamptey, Propper, Mooy, Bissouma, Maupay, Connolly.

(Varamenn: Button, Montoya, Duffy, Bernardo, Stephens, Gross, March, Mac Allister og Murray)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner