Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður, Jón Arnór og Spánverjar í Reyni - Heiðar í KFA
Hörður Sveinsson
Hörður Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnór Sverrisson.
Jón Arnór Sverrisson.
Mynd: Njarðvík
Félagsskiptaglugginn opnaði fyrir helgi og eru nokkur tíðindi af Suðurnesjunum. Reynir Sandgerði skipti um þjálfara - Bjarki Már Árnason var ráðinn og Luka Jagacic látinn fara - fyrir um viku síðan og hefur félagið verið duglegt að fá menn í sínar raðir.

Hörður Sveinsson gekk í raðir Njarðvíkur fyrir tímabilið en er snúinn til baka til Reynis. Hann kom við sögu í tveimur leikjum með Njarðvík í 2. deild en komst ekki á blað. Hörður, sem er 39 ára gamall framherji, er þegar búinn að spila einn leik með Reyni - gegn Víkingi Ólafsvík - og er strax kominn á blað.

Reynir hefur fengið frekari liðsstyrk því Jón Arnór Sverrisson, sem einnig er þekktur fyrir að spila körfubolta, er kominn frá RB. Jón Arnór hefur raðað inn mörkum með RB síðustu ár í 4. deildinni en er nú kominn í Reyni. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum sem varamaður.

Þá er Spánverjinn Jose Javier Ros Ruiz mættur í Reyni og er von á einum Spánverjum í viðbót samkvæmt Ástríðunni. Fannar Orri Sævarsson er hins vegar farinn frá Reyni og genginn í raðir nágrannanna í Víði Garði.



Tíðindin af Herði eru ekki þau einu hjá Njarðvík því heimamaðurinn Atli Geir Gunnarsson er kominn með leikheimild. Atli stundar nám í sjúkraþjálfun í Danmörku og klárar tímabilið með Njaðrvík. Þá hefur Heiðar Snær Ragnarsson verið lánaður frá Njarðvík til KFA út tímabilið. Heiðar kom til Njarðvíkur frá Leikni Fáskrúðsfirði í vetur.
Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik, þrennur og misjafnt gengi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner