De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 04. september 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Icelandair
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi verkefni og förum í báða leikina mjög sigurvissir og ætlum að sýna góða frammistöðu í báðum leikjum og þá vonandi koma úrslitin,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Elfsborg og U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en tveir mikilvægir leikir eru framundan í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið er enn í góðum séns á að komast á lokamótið, en liðið gerði sér erfiðara fyrir með því að tapa síðustu tveimur leikjum sínum gegn Tékklandi og Wales.

Eins og staðan er núna er Ísland í 3. sæti með 6 stig en á tvo leiki til góða á Wales sem er í öðru sætinu með 11 stig. Danir eru á toppnum með jafnmörg stig, en Ísland á aðeins einn leik til góða á þá.

Á föstudag mætast Ísland og Danmörk klukkan 15:00 á Víkingsvellinum og síðan er það Wales á þriðjudag.

„Þessi riðill er búinn að spilast svolítið skringilega en þetta er allt í okkar höndum ennþá þannig við ætlum að spila vel og fá úrslit.“

„Þetta eru hörku mótherjar en ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum með hörkulið og getur allt gerst í þessu,“
sagði Eggert við Fótbolta.net.

Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U21 árs landsliðsins, en Eggert þekkir vel til Ólafs sem þjálfaði hann í sterka U19 ára landsliðinu sem fór á EM á síðasta ári.

„Við erum helvíti góðir og hann veit alveg hvað hann er að gera í þessu. Hópurinn er svipaður og ekkert að fara breytast, bara áfram gakk. Góðar breytingar vonandi.“

„Davíð gerði frábæra hluti og Óli kemur mjög vel inn í þetta. Ég þekki hann vel og margir aðrir hérna og hann mun gera góða hluti held ég.“


Eggert er að spila með Elfsborg í Svíþjóð en hann kom til félagsins í byrjun árs. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun tímabils, en hann hefur verið að spila minna en margir áttu von á. Hann sér þó ekki eftir neinu.

„Neinei, ekkert svekktur. Þetta er skiljanlegt og við erum með hörkulið. Við erum að fara í Evrópudeildina núna og erum heitasta liðið í Svíþjóð. Hörkulið og góð samkeppni,“ sagði Eggert, sem hefur ekki verið að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir fáar mínútur.

„Nei. Við erum með marga leikmenn í öllum stöðum, mikil samkeppni í öllum stöðum og frábær samkeppni. Góður hópur sem er að gera vel. Framundan er Evrópukeppni sem er mikill plús og ekki bjóst ég við að spila á útivelli á móti Tottenham. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Eggert enn fremur en allt viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner